Skemmtisíða
Ættarsögusamstæður
Eva er frá Rússlandi. Henni finnst gaman að gera ættarsöguverkefni! Hún gerir myndbönd til að miðla öðrum hugmyndum sínum. Hér er eitt sem þið getið prófað að gera.
-
Teiknið eða prentið út tvær myndir af hverjum fjölskyldumeðlim – eina þegar þeir eru ungir og eina þegar þeir eru eldri.
-
Límið myndirnar á þykkan pappír. Skreytið bakhlið pappírsins. (Eva skreytti sínar með vatnslitamyndum!) Klippið myndirnar síðan út svo úr verði spil.
-
Spilið nú samstæðuspil! Setjið spilin á hvolf. Dragið tvö spil. Ef þau eru af ólíkum einstaklingum, skilið þeim þá aftur. Ef þau sýna sama einstaklinginn, haldið þá spilunum og gerið aftur. Hvað getið þið fundið margar samstæður?