Fyrsta musterisferðin mín
Hola! Ég heiti Elena. Þetta er fyrsta ferð mín í musterið.
Fyrir nokkrum vikum, átti ég fund með biskupnum mínum. Hann spurði mig nokkurra spurninga til að vera viss um að ég væri tilbúin að fara í musterið. (Þið getið lesið spurningarnar á bls. 22!) Hann veitti mér síðan mín eigin musterismeðmæli.
Við erum tilbúin að fara. Ég klæði mig í sparifötin mín. Ég set nokkra hluti í tösku til að laga hárið á mér eftir að það blotnar. Ég passa líka að hafa musterismeðmæli mín með. Nú erum við lögð af stað til að ná í strætisvagninn.
Þarna er musterið! Það er svo fallegt.
Þegar ég geng inn í musterið finn ég frið. Ég sýni vinalegum musterisþjóni í móttökunni meðmælin mín. Annar musterisþjónn afhendir mér hvítan samfesting. Ég fer í búningsklefann til að skipta um föt.
Nú bíð ég eftir að það komi að mér að skírast. Þegar það er komið að bróður mínum, stend ég við fontinn sem vitni. Ég passa að hann fari alveg í kaf.
Það er komið að mér! Vatnið er hlýtt. Ég er skírð fyrir nokkra einstaklinga í röð.
Þegar ég kem upp úr, réttir musterisþjónn mér handklæði. Ég skola mig í búningsklefanum og fer aftur í sparifötin mín. Þegar ég kem fram, fer musterisþjónn með mig til að vera staðfest fyrir nokkra einstaklinga.
Þessi stund mín í musterinu var mjög sérstök! Ég er glöð að ég gat hjálpað öðrum með því að vera skírð og staðfest fyrir þau. Ég get ekki beðið eftir að koma fljótlega aftur.