Hljóta Musterismeðmæli
Áður en þið hljótið musterismeðmæli ykkar, munið þið eiga viðtal við biskup ykkar eða greinarforseta. Þið getið spurt hann hvers sem þið viljið. Þið getið einnig haft foreldri með ykkur, ef þið viljið það. Hér er sumt af því sem hann mun ræða við ykkur um.
Spurningar fyrir musterismeðmæli
-
Trúir þú á himneskan föður, Jesú Krist og heilagan anda?
-
Átt þú vitnisburð um friðþægingu Jesú Krists og endurreisn kirkju hans?
-
Styður þú kirkjuleiðtoga þína (svo sem spámanninn, postulana og biskup þinn)?
-
Reynir þú að halda huga þínum og líkama hreinum?
-
Fylgir þú kenningum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í breytni þinni gagnvart öðrum?
-
Reynir þú að halda hvíldardaginn heilagan?
-
Ástundar þú heiðarleika?
-
Greiðir þú fulla tíund?
-
Skilur þú og heldur Vísdómsorðið?
-
Eru einhverjar alvarlegar syndir sem þú þarft að iðrast fyrir?
-
Telur þú þig verðuga/an þess að fara í hús Drottins?