2022
Farðu og sestu hjá honum
Maí/Júní 2022


Skrifað af ykkur

Farðu og sestu hjá honum

Ljósmynd
girl going to sit by boy on his own

Dag einn í skóla heyrði ég að drengur hefði verið lagður í einelti. Ég varð döpur. Enginn ætti að verða fyrir slíku.

Síðar sama dag var partý í árgangnum okkar. Drengurinn sem hafði verið lagður í einelti kom í partýið og sat einn síns liðs. Þegar ég sá hann, mundi ég eftir því sem gerst hafði. Ég heyrði rödd bjóða mér að setjast hjá honum. Ég vildi þó ekki vera sú eina sem sæti hjá honum. Hann verður í lagi, hugsaði ég með mér. Hann þarf engan til að sitja hjá sér. Ég hunsaði tilfinninguna.

Aftur heyrði ég röddina og nú enn skýrar. Farðu og sestu hjá honum.

Ég horfði á drenginn. Hann virtist einmana og dapur. Allt í lagi, hugsaði ég. Þegar ég settist hjá honum, var sem honum fyndist það óþægilegt. Ég kynnti mig með nafni og spurði um hann sjálfan. Í fyrstu var ég taugaóstyrk. Þegar við töluðum saman var ég rólegri. Hann leit ekki lengur út fyrir að vera einmana eða dapur.

Þegar hann þurfti að fara aftur í námsbekkinn, sagðist ég ætla að tala við hann síðar. Hann brosti lítillega og sagði allt í lagi. Kennarinn minn kom til mín og sagði: „Þakka þér fyrir, Sierra. Þetta var fallegt af þér.“ Ég kinkaði bara kolli.

Það sem eftir var dags var fljótt að líða, en hin friðsæla tilfinning viðhélst áfram. Ég vissi að ég hafði gert það sem rétt var. Stundum er ekki komið rétt fram við þá sem eru öðruvísi. Mér finnst það ekki rétt, en það gerist.

Við erum öll börn Guðs. Við ættum að sýna hvert öðru vinsemd. Ef við gerum það, veit ég að Guð mun blessa okkur.

Myndskreyting eftir Kristin Sorra

Prenta