Sögur úr ritningunum
Rut og Naomí
Naomí og fjölskylda hennar komu til nýs lands vegna hungursneyðar. Þau hittu unga konu að nafni Rut. Rut giftist syni Naomí.
Síðan lést eiginmaður Rutar. Rut var afar sorgmædd.
Naomí var líka afar sorgmædd. Hún ákvað að fara til baka til landsins sem hún kom frá.
Naomí sagði Rut að fara aftur til fjölskyldu sinnar. Rut elskaði þó Naomí. Hún lofaði að fara með Naomí og annast hana.
Rut og Naomí voru fátækar. Rut vann því hörðum höndum að því að finna mat fyrir þær.
Dag einn sá maður að nafni Bóas Rut safna saman afgangskorni af ökrum hans.
Bóas var gæskuríkur. Hann bauð verkamönnum sínum að skilja eftir mat fyrir Rut.
Síðar giftust Rut og Bóas. Þau eignuðust dreng. Naomí hjálpaði til við að annast hann.
Ég get hjálpað til við að annast aðra. Ég get sýnt nauðstöddum góðvild.