Halló frá Fílabeinsströndinni!
Verið í för með Margo og Paolo er þau ferðast um heiminn til að læra um börn Guðs.
Fílabeinsströndin eða Côte d’Ivoire er land í Vestur-Afríku.
52.000 kirkjumeðlimir og þeim fer fjölgandi
Öldungur D. Todd Christofferson heimsótti meðlimina þar árið 2019.
Bonjour!
Opinbert tungumál er franska. Um 70 önnur tungumál eru líka töluð þar.
Kvöldverðartími
Algengur réttur er yassa. Hann er búinn til úr kjúklingi eða fiski, með lauk, sítrónu, sinnepi og sterkum pipar.
List og tónlist
Íbúar Fílabeinsstrandarinnar búa að fjölbreyttri listsköpun og tónlist. Hvað viljið þið búa til?
Musteri í byggingu
Musteri er í byggingu í stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar. Þessi börn hjálpuðu við að taka fyrstu skóflustunguna að hinu nýja musteri.