2022
Tom og flensan hræðilega
Maí/Júní 2022


Brautryðjendur í öllum löndum

Tom og flensan hræðilega

Tom vissi að Guð myndi hjálpa þeim.

Ljósmynd
boy helping sick dad drink

“Gjörðu svo vel, Tamā (pabbi),“ sagði Tom ljúflega. Faðir Toms settist hægt upp á svefnteppið sitt. Tom hjálpaði honum að súpa ferskan kókoshnetusafa.

Tamā og allir hinir í fjölskyldu Toms höfðu verið lasnir dögum saman. Næstum allir í þorpinu voru líka lasnir. Faraldur hafði komið upp á eyjunni – spænska veikin.

Tom gekk út fyrir. Hann var einn af fáum sem voru nægilega hraustir til að annast hina veiku. Margar fjölskyldur þörfnuðust hjálpar.

Ég þarf meiri kókoshnetusafa, hugsaði Tom. Hann klifraði upp í hátt kókoshnetutré. Þegar hann náði toppnum, tíndi hann nokkrar kókoshnetur og lét þær detta niður á jörðina.

Ljósmynd
boy climbing up coconut tree

Þegar Tom klifraði niður, hugsaði hann um fólkið í þorpinu. Það var óttalegt að sjá svona marga veika.

Árinu áður hafði litli bróðir Toms, Ailama, orðið veikur. Það var líka óttalegt. Tom og fjölskylda hans báðust fyrir um að hann myndi ná sér.

Tamā dreymdi þá sérstakan draum. Í draumnum var honum sýnt hvað gera skildi til að Ailama yrði betri – með því að merja börk af Wiliwili-tré til að ná út safanum. Tom hjálpaði Tamā að annast Ailama og þeir gáfu honum safa úr trénu. Ailama náði sér!

Tom vissi að Guð hafði hjálpað þeim. Hann vissi líka að Guð myndi hjálpa þeim núna.

Tom hjó í kókoshneturnar til að opna þær. Sætur ilmurinn af kókoshnetusafanum hressti hann aðeins við. Hann gekk að næsta húsi í þorpinu til að gefa nágrönnum sínum eitthvað af safanum. Hann fór síðan í næsta hús. Síðan það næsta.

Vikur liðu. Dag hvern lagði Tom hart að sér við að annast alla. Hann fangaði kjúklinga til að búa til heita súpu fyrir fólkið. Hann bar vatnsfötur frá uppsprettunni svo fólkið fengi að drekka.

Sumir íbúanna í þorpinu dóu. Tamā dó líka. Það reyndist Tom afar erfitt. Allir í þorpinu voru sorgmæddir. En í þessu öllu hafði Tom hugfast að Guð elskaði hann og myndi hjálpa honum.

Tom hætti ekki að hjálpa fólki. Eftir nokkra hríð, tók fólkinu að batna!

Loks kom að því að flensunni linnti. Fólk hætti að veikjast. Tom og Ailama gátu jafnvel aftur farið í skólann. Tom saknaði alltaf Tamā. Hann vissi þó að einn daginn myndi hann sjá pabba sinn aftur. Hann vissi líka að himneskur faðir myndi alltaf vera til staðar til að hjálpa sér.

Samóaeyjar eru eyjaklasi í Kyrrahafinu.

Í dag er eitt musteri á Samóaeyjum.

Hefðbundið hús á Samóaeyjum er kallað fale og er veggjalaust.

Spænska veikin náði til Samóaeyja árið 1918.

Tom var 12 ára þegar faraldurinn hófst.

Þorpið hans Toms heitir Sauniatu og var byggt af hópi Síðari daga heilagra.

Ljósmynd
PDF of story

Myndskreyting eftir Corey Egbert

Prenta