2022
Harriet hittir trúboðana
Maí/Júní 2022


Brautryðjendur í öllum löndum

Harriet hittir trúboðana

Gæti hún aftur verið með pabba?

girl talking to missionaries

Harriet horfði á myndina af pabba á veggnum. Átta mánuðir höfðu liðið frá andláti hans. Hún velti fyrir sér hvort hún myndi einhvern tíma sjá hann aftur. Hún saknaði hans svo mikið.

Bank, bank, bank.

Harriet opnaði dyrnar á litlu íbúðinni þeirra. Ungir menn stóðu þar fyrir utan.

Guten Tag! Halló! Við erum trúboðar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Við myndum njóta þess að tala við fjölskyldu þína um Jesú Krist.“

Harriet brosti. Það var eitthvað við það sem þeir sögðu sem fékk hana til að líða vel hið innra. „Ég skal spyrja Mutti (mömmu).“

Harriet fór til Mutti. „Það eru trúboðar í dyrunum,“ sagði hún. „Þeir vilja tala við okkur um Jesú.“

Mutti greitti sig. „Segðu þeim að við höfum ekki tíma.“

„En þeir virðast svo vingjarnlegir,“ sagði Harriet. „Þeir stoppa ekki lengi.“

Mutti leit á klukkuna. „Allt í lagi. Nokkrar mínútur þá.“

Trúboðarnir komu inn og töluðu við Mutti, Harriet og systur Harriet, Carmen. Þeir sögðu þeim frá Jesú og bók sem hét das Buch Mormon, Mormónsbók. Þeir gáfu síðan fjölskyldu Harriet eintak til að lesa.

„Ég býst við að við getum lesið nokkrar síður,“ sagði Mutti og opnaði bókina. Á næstu dögum átti Mutti erfitt með að slíta sig frá lestrinum. Hún las hluta úr henni fyrir Harriet og Carmen.

Ég vildi óska að pabbi hefði lesið þetta. Hann hefði notið þess, hugsaði Harriet.

Þegar trúboðarnir komu aftur, kenndu þeir um áætlun Guðs. „Við lifðum hjá Guði áður en við fæddumst. Við komum til jarðar til að læra og líkjast honum. Þegar við deyjum, getum við aftur verið hjá honum.“

Hvað með pabba? velti Harriet fyrir sér.

Trúboðarnir litu á Harriet. „Af því að Jesús dó og lifði aftur, þá getum við verið eilíflega með fjölskyldu okkar. Jafnvel með ástvinum sem hafa látist.“

Harriet fann vonina glæðast. Hún gæti aftur verið með pabba! Mutti brosti líka breitt – í fyrsta sinn í langan tíma.

Harriet, Mutti og Carmen héldu áfram að læra hjá trúboðunum. Þær fóru í kirkju. Harriet varð vinkona vingjarnlegs drengs að nafni Dieter.

Harriet fannst nú sem sólskin væri í hverju herbergi íbúðarinnar. Brátt ákváðu Harriet og fjölskylda hennar að láta skírast.

Kvöldið fyrir skírnina, kraup Harriet með Mutti og Carmen í bæn. „Himneskur faðir,“ sagði Harriet, „við erum svo þakklátar fyrir trúboðana, fagnaðarerindið og fjölskylduna okkar. Við getum vart beðið þess að láta skírast.“

Þegar Harriet opnaði augun, leit hún á myndina af pabba og brosti. Hún gat vart beðið eftir því að sjá hann aftur.

Það eru tvö musteri í Þýskalandi.

Einn þriðji hluti Þýskalands er skógiþakið.

Þýskalandi á landamæri að níu löndum.

Þegar Harriet óx úr grasi, giftist hún hinum vingjarnlega dreng Dieter.

Dieter er nú einn af postulunum – öldungur Dieter F. Uchtdorf!

Öldungur Uchtdorf segir Harriet vera „sólina í lífi [hans].“

PDF of story

Myndskreyting eftir Giovanni Abeille