2022
Nýja liðið hans Samuels
Maí/Júní 2022


Nýja liðið hans Samuels

Myndu hinir drengirnir gefa honum tækifæri?

Ljósmynd
two boys in basketball uniforms; one boy has one hand

Það var árla sunnudagsmorguns. Samuel sat við eldhúsborðið og starði á morgunkornsskálina sína. Hann langaði í raun ekki til að borða.

„Pabbi?“ spurði hann hljóðlega. „Mér hefur snúist hugur. Mig langar ekki að hitta körfuboltaliðið mitt í dag.“

„Ég veit að það er erfitt að vera nýi krakkinn, en þú munt eignast vini,“ sagði pabbi.

„Nei, það er ekki það. … Ég hef bara áhyggjur af því hvað þeir hugsa.“

Pabbi sat við hlið hans. „Ertu að meina að þú veltir fyrir þér hvað liðið þitt muni hugsa um nýjan leikamann sem bara hefur einn handlegg?“

Samuel fæddist án vinstri handar. Höndina vantaði á vinstri handlegginn.

„Já,“ sagði Samuel. „Þar sem þeir þekkja mig ekki, gætu þeir hugsað að sá sem aðeins hefur eina hönd getur ekki spilað körfubolta.“

„Þeir gætu hugsað það, en þú ert góður leikmaður. Ef þú ferð á æfingu, mun það hjálpa þér að spila jafnvel enn betur,“ sagði pabbi brosandi. „Komdu nú. Náðu í peysuna þína og vatnsbrúsann. Förum og hittum liðið þitt.“

Samuel dæsti. „Allt í lagi.“

Um leið og þeir komu í íþróttahúsið, kom þjálfarinn til þeirra.

„Sælir! Ég er Monroe þjálfari. Þú hlýtur að vera nýji leikmaðurinn okkar.“

„Já, ég heiti Samuel.“

„Okkur er ánægja af því að hafa þig í liðinu okkar,“ sagði Monroe þjálfari. „Við skulum hitta hina drengina.“

Pabbi sat á bekknum. Samuel greip boltann sinn og fór á eftir þjálfaranum.

„Ég ætla að kynna Samuel, nýjasta leikamanninn okkar,“ sagði Monroe þjálfari. Nokkrir drengjanna veifuðu til Samuels. „Við erum heppnir að hann kom fyrir fyrsta leikinn okkar. Ég held að liðið okkar verði frábært, leikurinn verði frábær og tímabilið frábært!“

Monroe þjálfari blés í flautuna og liðið tók að gera æfingar. Samuel sá að nokkrir leikmannanna störðu á hann grípa og henda boltanum einungis með einni hendi. Hann reyndi að láta það ekki trufla sig.

Í vatnshléi sat drengur við hlið Samuels á bekknum. „Hæ, ég heiti Jackson. Hvað kom fyrir höndina á þér?“

„Ekkert. Ég fæddist bara svona,“ sagði Samuel.

„Ég hef aldrei séð nokkurn með eina hönd spila boltaleik áður,“ „Þú ert mjög góður.“

Samuel brosti. „Takk.“

Monroe þjálfari blés aftur í flautuna. „Við ætlum að leika æfingaleik síðustu 30 mínúturnar.“ Hann skipti drengjunum í tvö lið. Samuel var glaður að Jackson var í hans liði.

Ljósmynd
boys playing basketball together

Þegar mínúta var eftir af leiknum höfðu liðin skorað jafn mörg stig. Einn liðsmaður Samuels fékk boltann og leitaði að einhverjum til að senda á. Samuel var þar nærri, tilbúinn til að grípa boltann. En drengurinn sendi hann þess í stað til Jacksons.

Jackson tók nokkur skref. Hann sá Samuel síðan og sendi boltann til hans. Samuel greip boltann, snéri sér og kastaði honum í átt að körfunni.

Hviss! Boltinn fór ofan í körfuna rétt áður en Monroe þjálfari blés í flautuna. Liðið hans Samuels fagnaði.

„Flottur leikur,“ sagði Samuel við Jackson þegar þeir gengu að bekknum.

„Flott skot,“ sagði Jackson. „Hinir drengirnir munu skilja að ein hönd dugir til að spila körfubolta.“

Samuel brosti og gaf Jackson fimmu. Hann hafði á tilfinningunni að Monroe þjálfari hefði rétt fyrir sér. Þetta verður frábært lið, leikurinn verður frábær og tímabilið frábært.

Ljósmynd
Page from the May/June 2022 Friend Magazine.

Myndskeyting eftir Söndru Eide

Prenta