2021
Boðskapur frá Æðsta forsætisráðinu
Janúar 2021


„Boðskapur frá Æðsta forsætisráðinu,“ Til styrktar æskunni, jan. 2021, 2.

Boðskapur frá Æðsta forsætisráðinu

Kæru ungu bræður og systur,

Við erum þakklátir fyrir það að kynna ykkur nýtt tímarit fyrir ungmenni í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu: Til styrktar æskunni. Við erum þakklátir fyrir gæsku ykkar og styrk sem ungmenni kirkjunnar á okkar tíma. Þið eruð vissulega von Ísraels. Það er einlæg ósk okkar að þessi nýja útgáfa hjálpi ykkur að vera áfram sterk og nálæg himneskum föður ykkar og frelsara okkar, Jesú Kristi.

Drottinn hefur mikið verk fyrir ykkur og ykkar kynslóð. Þetta tímarit mun sjá ykkur fyrir nýjustu kennslu nútíma spámanna og postula, sem elska ykkur. Þegar þið lærið ritningarnar og notið úrræði úr Kom, fylg mér til að læra og tileinka ykkur fagnaðarerindi Jesú Krists, getið þið líka litið til þessa tímarits til að öðlast enn frekari þekkingu, innsýn og hvatningu.

Í fyrsta sinn verður þessi sérstaka útgáfa fyrir ungmenni fáanleg í ýmsum löndum og á mismunandi tungumálum. Við vonum að hún beri með sér anda heimslægrar aðildar og einingar og að þið eflist vegna vitnisburða og upplifana sem ungmenni víðs vegar að úr heimi miðla.

Nafn tímaritsins endurspeglar traust okkar á styrk ykkar sem ungmenni kirkjunnar. Við berum vitni um að sönn gleði hlýst fyrir trú okkar á Jesú Krist, fagnaðarerindi hans og hans endurreistu kirkju.

Virðingarfyllst,

Æðsta forsætisráðið

Prenta