„Fólk segir að það sé hrokafullt af okkur að segjast vera hin eina sanna kirkja. Hvað ætti ég að segja því?„ Til styrktar æskunni, jan. 2021, 31.
Kjarni málsins
Fólk segir að það sé hrokafullt af okkur að segjast vera hin eina sanna kirkja. Hvað ætti ég að segja því?
Drottinn sagði sjálfur við Joseph Smith kirkjuna vera „hina einu sönnu og lifandi kirkju á gjörvallri jörðunni, sem ég, Drottinn, er vel ánægður með, og tala ég þar til kirkjunnar í heild, en ekki til einstakra manna“ (Kenning og sáttmálar 1:30).
Þessi yfirlýsing þýðir svo sannlega ekki að við séum yfir aðra hafin. Hún þýðir hins vegar að þetta sé kirkja Jesú Krists. Hann fer fyrir henni, hann endurreisti hana og hann gaf henni vald sitt. Vegna þessa eru sérstakir hlutir sem aðeins þessi kirkja hefur uppá að bjóða eins og spámenn og postula, helgiathafnir musterisins og Mormónsbók. Við erum þakklát fyrir þessa hluti og viljum deila þeim með öðrum af einlægum kærleika – ekki vegna þess að við viljum „hafa rétt fyrir okkur“ eða „stækka kirkjuna.“
Þótt við getum djarflega og með fullvissu borið vitni um kirkjuna, ættum við aldrei að sýna öðrum hroka eða trú þeirra virðingarleysi. Spámaðurinn Joseph Smith sagði eitt sinn: „Við ætlumst ekki til þess að fólk varpi frá sér einhverju góðu sem það á, við bjóðum því aðeins að koma og taka á móti meiru“ (Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith [2007], 153).