2021
Vinir mínir spila allir tölvuleiki með aldurstakmarki en ég kýs að gera það ekki. Eru aldurstakmarkaðir leikir í lagi?
Janúar 2021


„Vinir mínir spila allir tölvuleiki með aldurstakmarki en ég kýs að gera það ekki. Eru aldurstakmarkaðir leikir í lagi?“ Til styrktar æskunni, jan. 2021, 30–31.

Spurningar og svör

„Vinir mínir spila allir tölvuleiki með aldurstakmarki en ég kýs að gera það ekki. Eru aldurstakmarkaðir leikir í lagi?“

Staðlar heimsins

„Ég kýs heldur ekki að leika aldurstakmarkaða leiki. Sumir þeirra geta verið skemmtilegir, en maður veit aldrei hvað gæti gerst. Ég leik skemmtilega leiki með fjölskyldu minni og mér líður betur yfir því að leika ekki aldurstakmarkaða leiki. Staðlar heimsins á okkar tíma eru ekki hinir sömu og staðlar Guðs og ég vil vera eins og hann.“

Payton D., 13, Nevada, Bandaríkjunum

Hlusta á andann

„Innihalda tölvuleikirnir blótsyrði eða ósiðsemi? Við ættum að reyna að forðast þetta, þar sem það hrekur andann á brott. Ofbeldi getur líka hrakið andann á brott. Íhugið vandlega og í bænarhug hvort þið getið fundið andann í lífi ykkar, þegar þið leikið þessa leiki reglulega.

Miriana B., 18, Washington, Bandaríkjunum

Fulltrúar Jesú Krists

„Það er mikilvægt að minnast þess að við höfum tekið á okkur nafn Jesú Krists, því erum við fulltrúar hans. Við ættum að spyrja okkur hvort við högum okkur eins og hann myndi haga sér og hvort við færumst nær honum.“

Brandon K., 17, Ohio, Bandaríkjunum

Gott, betra og best

„Við ættum að muna að það sem við horfum á, hlustum á eða leikum okkur að getur alltaf verið gott, betra eða best. Jafnvel þó að við gætum gert verri hluti, eru líklegast uppbyggilegri og meira upplyftandi hlutir sem við gætum gert líka.“

Ash H., 17, Virginia, Bandaríkjunum

Hvernig myndi frelsaranum líða?

„Þegar ég vel mér afþreyingu spyr ég mig hvort frelsaranum þætti í lagi að horfa á eða leika með mér. Ef svarið er nei, kýs ég að sleppa þessari afþreyingu, sama hvaða aldurstakmark hún hefur. Það eru til margir góðir leikir sem geta verið skemmtilegir og áskorandi og bjóða andanum að vera með okkur þrátt fyrir það.“

Brigitte D., Kaliforníu, Bandaríkjunum

Prenta