2021
Hlýða á, hyggja að og hlíta
Janúar 2021


„Hlýða á, hyggja að og hlíta,“ Til styrktar æskunni, jan. 2021, 32.

Lokaorð

Hlýða á, hyggja að og hlíta

Hlýða á, hyggja að og hlíta

Allra fyrstu orðin í Kenningu og sáttmálum eru hlýðið á (sjá Kenning og sáttmálar 1:1). Það merkir „að hlusta með ásetningi um að hlýða.“ Að hyggja að merkir að „hlýða á hann“ – að hlýða á það sem frelsarinn segir og síðan að hlíta leiðsögn hans. Með þessum þremur orðum – „hlýðið á hann“ – gefur Guð okkur forskrift að farsæld, hamingju og gleði í þessu lífi. Okkur ber að hlýða á orð Drottins, hyggja að þeim og hlíta því sem hann segir!

Hvert getum við þá farið til að hlýða á hann?

Við getum snúið okkur að ritningunum? Við getum líka hlýtt á hann í musterinu. Við getum líka hlýtt á hann betur, þegar við þróum hæfni okkar til að heyra hljóðláta rödd heilags anda. Loks hlýðum við á hann með því að hlíta orðum spámanna, sjáenda og opinberara.

Hvað mun gerast, ef þið hlýðið á og hlítið því af meiri kostgæfni sem frelsarinn hefur sagt og er að segja fyrir milligöngu spámanna sinna? Ég lofa að þið munið blessuð með meiri getu til að takast á við freistingar, erfiðleika og veikleika. Ég lofa kraftaverki í fjölskyldusamböndum ykkar og í daglegu lífi. Ég lofa að geta ykkar til að finna gleði mun aukast, jafnvel þótt umrótið verði meira í lífi ykkar.