„Svar til Olivers,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2021, 12–13. Kom, fylg mér Svar til Olivers Eric B. Murdock samdi og Lance Fry myndskreytti LjósmyndSvar til Olivers Oliver Cowdery varði tíma á heimili Josephs eldri og Lucy Mack Smith þegar hann kenndi við skóla, nærri býli þeirra. Oliver heyrði um son þeirra, Joseph, og gulltöflurnar. Hann vildi vita meira. Oliver var hugfanginn og vildi vita hvernig Guð gæfi Joseph vald til þýðingar gulltaflanna. Ég vil hjálpa við þýðinguna. Þegar skólinn er búinn mun ég hjálpa Joseph. Þú ættir að biðjast fyrir og spyrja Drottin hvort það sé hið rétta fyrir þig. Þetta kvöld baðst Oliver fyrir og spurði Drottin hvað hann ætti að gera. Oliver fann frið þegar hann baðst fyrir um að liðsinna Joseph við þýðinguna. Bráðlega lagði Oliver af stað til að hitta Joseph Smith. Hann ferðaðist með bróður Josephs, Samuel. Joseph, ég er hér til að hjálpa. Ég get verið ritarinn þinn. Þakka þér fyrir. Ég er þakklátur fyrir hjálp þína. Joseph og Oliver hófu þýðinguna. Upplifunin hreif Oliver, en hann hafði enn spurningar. Dag einn hlaut Joseph opinberun fyrir Oliver sem minnti hann á bænasvar hans. „Sannlega, sannlega segi ég þér, ef þú þráir frekari vitnisburð, hugleiddu þá nóttina, er þú ákallaðir mig í hjarta þínu til að fá að vita um sannleiksgildi þessara hluta. Veitti ég þér ekki hugarró varðandi þetta? Hvaða stærri vitnisburð getur þú fengið en þann, sem frá Guði kemur?“1 Ég baðst fyrir um hvort ég ætti að koma og hjálpa þér og ég fann frið. Enginn nema Guð hefði getað vitað um þetta. Oliver vissi það fyrir víst að verkið var satt. Hann og Joseph kláruðu þýðinguna sem varð Mormónsbók.