„Af hverju ég þarfnast Jesú Krists,“ Til styrktar ungmennum, mar. 2024.
Styrkur í sambandi ykkar við hann
Af hverju ég þarfnast Jesú Krists
Það er nauðsynlegt að skilja samband okkar við frelsarann.
„Af hverju þarfnast ég Jesú Krists?“ Þetta er þýðingarmikil spurning að spyrja sjálfan sig – ekki heildina „alla“ eða „okkur“, fjölskyldu ykkar. Heldur virkilega, „mig“. Hvert er svar mitt við þessari spurningu?
Svarið sem ég fann fyrir sjálfa mig barst í gegnum persónulega trúariðkun; með því að keppa daglega að því að lifa eftir sáttmálum mínum, þar á meðal skírnarsáttmálann; og læra að hlýða á rödd Drottins í gegnum anda hans. Mikilvægast er að það byggðist á sambandi mínu við frelsarann.
Samband við frelsarann
Ég get af öryggi skráð hjá mér ástæður þess að ég þarf á foreldrum mínum eða nánustu vinum að halda. Ég hef nært þau sambönd reglulega. Virði þeirra í lífi mínu er sýnilegt og áþreifanlegt með þeim tíma og vinnu sem ég legg í að vera þeim nærri með einföldum leiðum, svo sem reglulegum samtölum, kynnast þeim og leyfa réttlátri visku þeirra að hafa áhrif í lífi mínu.
Samband okkar við Jesú Krist getur fylgt svipaðri forskrift. Dagleg bæn til himnesks föður í nafni Jesú Krists er nauðsynleg. Einnig að kynnast frelsaranum með því að leita í ritningunum, lesa orð spámanna og postula og hlusta á andann. Sambandið verður dýpra þegar ég leyfi öllu sem ég læri að hafa áhrif á líf mitt og persónu mína.
Hafið einnig í huga sáluhjálparáætlunina. Sá titill, „sáluhjálparáætlunin,“ felur í sér að þú og ég – allt fólk – þurfum á björgun að halda og að sáluhjálp hafi verið hluti af hönnun þessa lífs. Við þurftum hjálp og gátum ekki bjargað okkur sjálf.
En Guð sendi okkur til jarðar með ævarandi fyrirheiti um að hann sæi fyrir frelsara, Jesú Kristi, sem myndi sigrast á þeirri fyrirstöðu sem skildi okkur frá návist Guðs.1 Og þegar við gerum sáttmála við Guð, lofar hann að gera hvað sem hann getur, án þess að taka frá okkur valfrelsið, til að hjálpa okkur að halda heilaga sáttmála okkar við hann.2
Ég þurfti að vita að hann skildi
Ég skírðist þegar ég var 16 ára og bjó í New York-borg. Í upphafi fannst mér eins og ég verði miklum tíma í að finna réttan veg milli nýfundinnar trúar minnar, með sáttmálssambandinu við Guð, og sambandsins við vini mína.
Ég hafði áhyggjur af að eiga ekki vini í skólanum, sem ég gæti tengst. En vinir mínir voru vanir að gera hluti sem ég áttaði mig svo á að voru skaðvænlegir anda mínum og samræmdust ekki því að taka á mig nafn Jesú Krists. Ég vissi að Jesús Kristur vildi að ég tæki betri ákvarðanir.
Það sem ég vissi ekki var hvort frelsarinn skildi innri baráttu mína. Hver dagur varð sífellt erfiðari, þar sem mér var boðið að taka þátt í hlutum sem ég vissi að væru ekki góðir. Ég réttlæti þá stundum sem meinlausa, en ég vissi að ég væri að gefa eftir það sem ég ætti ekki að gefa eftir.
Ég þurfti að vita að frelsarinn skildi hversu einsömul og sakbitin ég var þegar ég jafnvel íhugaði að lækka staðla fagnaðarerindisins svo ég gæti fundist ég tilheyra í návist vina minna. Mér fannst ég vera að drukkna. Ég þurfti á björgun að halda. Ég þarfnaðist Jesú Krists.
Þegar sambandi mitt við hann varð dýpra
Samband mitt við Jesú Krist varð dýpra þegar ég komst sjálf að því hvers vegna ég þarfnaðist hans. Það gerðist þegar skilningur minn breyttist úr því að ég ætti að lifa eftir fagnaðarerindinu, yfir í af hverju ég vildi lifa eftir fagnaðarerindinu og bað um hjálp til að gera það. Ég kraup einfaldlega á hnén og úthellti hjarta mínu til Guðs, með von um að honum væri annt um mig og vanda minn, að sáluhjálparáætlunin væri hönnuð til að hjálpa mér, að jafnvel hamingja mín væri hluti af áætluninni.
Russell M. Nelson forseti hefur kennt: „Þegar þið og ég höfum gert sáttmála við Guð, verður samband okkar við hann miklu nánara en áður en við gerðum sáttmála okkar. … Vegna sáttmála okkar við Guð, mun hann aldrei þreytast á viðleitni sinni til að hjálpa okkur og við munum aldrei þurrausa hina náðarsamlegu þolinmæði hans til okkar.“3
Ég talaði við himneskan föður um hversu sakbitin ég var, hvernig ég vissi ekki hvað ég ætti til bragðs að taka til að halda bæði staðla mína og vinunum. Ég sagði honum að ég væri óhamingjusöm og að ég hefði þörf fyrir hjálp hans.
Það var á hnjánum sem ég byrjaði að upplifa frið. Þessi friðartilfinning hjálpaði mér að skilja að frelsarinn þekkti raunverulega hvernig mér leið og að honum er annt um mig – raunar mjög mikið.
Er ég eldist og hef áttað mig betur á hlutunum, hef ég séð að hvert skipti sem ég nálgast Guð og bið um aðstoð eða fyrirgefningu, virðist ég táknrænt flutt í Getsemanegarðinn, þar sem frelsarinn skalf af sársauka og byrjaði að þjást í bæði líkama og anda fyrir þau mistök og syndir sem halda okkur frá Guði.4 Það er áminning um að hann skilur það sem ég tekst á við – betur en nokkur annar gæti skilið.
Ekki ein
Þegar ég stóð á fætur hjálpaði andinn mér að átta mig á nokkrum hlutum og hvatti mig til að gera aðra. Fyrst mundi ég að ein vinkona mín var múslími og aldrei spurð um að hegða sér á skjön við sína staðla, því við virtum trú hennar og skyldum að suma hluti gerði hún ekki. Ég fann hvatningu til að segja vinum mínum frá nýju trúnni minni svo þeir gætu líka skilið meira um mig og af hverju nýju staðlarnir mínir væru mér mikilvægir.
Ég byrjaði smátt. Ég sagði einni vinkonu frá erfiðleikum mínum. Hún var vingjarnleg og kurteis. Hún hjálpaði mér þegar ég ræddi við aðra vini mína. Ekki allir skildu mig, en með tímanum sá ég að þeir skipulögðu hluti sem ég gat tekið þátt í, sem ekki voru á skjön við loforð mín til Guðs.
Ég veit að við hefðum öll þörf fyrir meiri styrk til að standa gegn stöðugum áhrifum heimsins. Að halda sáttmála gerir gagn hvað þetta varðar og Jesús Kristur er miðdepill sáttmála okkar.5 Þetta er það sem ég komst að fyrir sjálfa mig – hvers vegna ég þarfnaðist Jesú Krists.
Ég get ekki af sjálfsdáðum komist heim til Guðs. Og á þessari leið heim, eru fjölmörg dagleg skref og hversdagslegar upplifanir sem ég – og við öll – þurfum að taka og eiga. En hve blessuð erum við sem sáttmálsgerendur og sáttmálshaldendur, að Guð „mun … aldrei þreytast á viðleitni sinni til að hjálpa okkur“ þangað til við komumst þangað.