Til styrktar ungmennum
Hvenær hætti ég að finna sektarkennd og skömm?
Mars 2024


„Hvenær hætti ég að finna sektarkennd og skömm?“ Til styrktar ungmennum, mars 2024.

Styrkur til að sigrast á synd

Hvenær hætti ég að finna sektarkennd og skömm?

Stundum gæti virst einfaldara að finnast maður vonlaus, frekar en að finna elskuna sem frelsarinn ber til manns – en eins og Nefí vissi, þá þarf það ekki að vera þannig.

Nefí ritar á töflur

Þegar þið gerið eitthvað rangt, gæti ykkur borist hugsanir um að við séum misheppnuð. Að þið ættuð að hafa vitað betur. Að þið séuð ekki elskunnar virði.

Djúpt niðri vitið þið þó að ekkert af þessu er satt. Þið hafið lært um virði ykkar sem sonur eða dóttir Guðs og þið vitið að iðrun er raunveruleg og möguleg. En þrátt fyrir þetta, eftir að þið syndgið eða gerið mistök, gætuð þið freistast til að refsa ykkur meira en nokkur annar myndi gera, með hugsunum sektarkenndar og skammar.

Jafnvel sumum af okkar eftirlætis persónum úr ritningunum leið svona um tíma.

Jafnvel Nefí?

Eftir að skrifa um andlát föður síns, skrifaði Nefí: „En þrátt fyrir hina miklu gæsku Drottins, er hann sýndi mér mikil og undursamleg verk sín, hrópar hjarta mitt. Ó, ég aumur maður! Já, hjarta mitt hryggist vegna holds míns, og sál mín harmar misgjörðir mínar. Freistingar og syndir umlykja mig og ná svo auðveldlega tökum á mér. Og þegar mig langar til að fagna, stynur hjarta mitt undan syndum mínum“ (2. Nefí 4:17–19).

Við erum að tala um Nefí – sömu persónuna og bjargaði látúnstöflunum frá Laban, bjó til boga úr engu í óbyggðunum og byggði skip án þess að hafa gert það áður. Hann hafði vitnisburð um gæsku Drottins; þrátt fyrir það fann hann til vanmáttar vegna synda sinna og veikleika.

Hvað ber okkur þá að gera? Ef Mormónsbókarhetja okkar glímdi við sektarkennd og vanmátt, hvað getum við þá gert þegar við erum með sömu tilfinningar?

Lykillinn er að einblína á Jesú Krist

Saga Nefís endaði ekki þarna. Lykillinn fyrir Nefí var sá að færa einbeitingu sína frá sjálfum sér og yfir á Jesú Krist.

Þegar Nefí syrgir, segir hann: „Þó veit ég, á hvern ég hef sett traust mitt. Guð minn hefur verið stoð mín“ (2. Nefí 4:19–20).

Eftir þessa hugarfarsbreytingu er ritningarsöguhetjan okkar ekki lengur með kvöl sína vegna mistaka sinna í fyrirrúmi Hann fagnar þess í stað frelsara sínum! Nefí segir: „Fagna, ó hjarta mitt, ákalla Drottin og seg þú: Ó Drottinn, þig mun ég að eilífu lofa. Já, sál mín mun fyllast fögnuði í þér, þú Guð minn og bjarg sáluhjálpar minnar“ (2. Nefí 4:30).

Þið, eins og Nefí, getið fundið miskunn, fyrirgefningu og frið í Jesú Kristi. Ykkur líður ef til vill ekki eins og þið getið veitt sjálfum ykkur náð, en til er einn sem getur það. Öldungur Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni sagði: „Náð Krists [veitir] okkur ekki einungis sáluhjálp frá sorg, synd og dauða, heldur einnig sáluhjálp frá ítrekaðri sjálfsgagnrýni.“11

Þegar þið eruð því svo langt niðri að þið fáið enga leið séð til að sigrast á syndum ykkar og mistökum, vitið að himneskur faðir og Jesús Kristur hafa aldrei hætt að elska ykkur. Einbeitið ykkur að frelsara ykkar og hann getur hjálpað ykkur að sigrast bæði á syndum og sektarkennd.