Til styrktar ungmennum
Ég er stressaður/stressuð! Hvað nú?
Mars 2024


„Ég er stressaður/stressuð! Hvað nú?,“ Til styrktar ungmennum, mars 2024.

Styrkur á taugastrekkjandi tímum

Ég er stressaður/stressuð! Hvað nú?

Hér eru nokkrar hugmyndir ykkur til hjálpar við að nálgast streitulosandi kraft frelsarans.

stressuð stúlka

Myndskreyting: Uran Duo

Streita. Kvíði. Ofreynsla. Álag. Vandi. Áhyggjur.

Hvað sem þið kallið það, þá hefur það verið hluti af jarðlífinu allt frá því að Adam og Eva yfirgáfu aldingarðinn. Það er engin formúla til fyrir „streitulaust líf“. Svoleiðis líf myndi raunar vera á skjön við tilganginn! (Sjá 2. Nefí 2:11–12.)

Fyrst við getum ekki algjörlega útilokað streitu, ættum við að einblína á það hvernig við tökumst á við hana. Flestum orsökum streitu er hægt að skipta upp í tvo flokka:

  1. Hlutir sem þið getið haft stjórn á.

  2. Hlutir sem þið getið ekki haft stjórn á.

1. Hlutir sem þið getið haft stjórn á

Í mörg ár hefur fólk af öðrum trúarbrögðum fundið huggun í því að fara með það sem heitir „Æðruleysisbænin“: „Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“1

Spámaðurinn Joseph Smith gaf fyrritíðar heilögum svipuð ráð til að takast á við þeirra mörgu áskoranir: „Þess vegna skulum vér, ástkæru bræður, með glöðu geði gjöra allt, sem í okkar valdi stendur, og síðan getum við með fullri vissu beðið eftir að sjá hjálpræði Guðs, og arm hans opinberast“ (Kenning og sáttmálar 123:17; leturbreyting hér).

Með öðrum orðum: Gerið allt hvað þið getið og látið Guð taka við keflinu. Einblínið á það sem þið getið stjórnað, svo sem:

piltur með vegi sem greinast í sundur fyrir framan hann

Ykkar eigið val

Vegna friðþægingar Jesú Krists, „verðum við frjáls að eilífu og þekkjum gott frá illu, höfum sjálf áhrif, en verðum ekki … fyrir áhrifum“ (2. Nefí 2:26). Við ættum að „að starfa af kappi“ við að gera gott (Kenning og sáttmálar 58:27).

þrjú andlit sem sýna misunandi viðhorf

Viðhorf ykkar

Bandaríska ljóðskáldið Maya Angelou skrifaði: „Það sem maður á að gera ef manni líkar ekki eitthvað, er að breyta því. Ef maður getur ekki breytt því, breyttu þá hugsunarhætti þínum varðandi þetta.“2 Horfið á það jákvæða í fólki og aðstæðum. Breytið kvöðum í leiki. Að velta sér í sjálfsvorkunn yfir því hversu mikið þið þolið ekki kringumstæður ykkar, mun ekki bæta þær.

piltur hugleiðir rólega

Viðbrögð ykkar við því sem þið hafið ekki stjórn á

Þið getið ekki komið í veg fyrir fellibylji, en þið getið gefið tíma, peninga eða vinnu til að hjálpa þeim sem orðið hafa fyrir þeim. Þið getið ekki stöðvað vin frá því að yfirgefa kirkjuna, en þið getið elskað einstaklinginn áfram og sýnt gott fordæmi. Þið fáið ekki við það ráðið ef einhver segir eitthvað illkvittið við ykkur, en þið getið valið hvernig þið bregðist við.

Og í gegnum þetta allt, hafið eitt í huga sem þið getið alltaf gert: beðist fyrir. Biðjið Guð að gera það sem þið getið ekki gert – að breyta þeim hlutum sem þið getið ekki breytt. Hver svo sem niðurstaðan verður, þá getur frelsarinn hjálpað ykkur að finna frið.

2. Hlutir sem þið getið ekki haft stjórn á

Þetta er auðveldasti flokkurinn að ræða, því áætlunin er einföld:

Ef maður getur ekki stjórnað því, ekki hafa áhyggjur af því.

Þess í stað, iðkið trú á Jesú Krists og einblínið á það sem þið getið stjórnað. Reynið að láta ekki áhyggjurnar gagntaka ykkur.

Það er auðvitað auðveldara sagt en gert. (Mynduð þið ekki óska þess að þið væruð með „áhyggju“-takka sem þið gætuð kveikt og slökkt á?)

En að samþykkja að vandamál er utan ykkar stjórnar, er fyrsta skrefið til að forða því að það valdi ykkur streitu. Þið leggið síðan trú ykkar á Jesú Krist.

Þeir hlutir sem við getum ekki stjórnað falla yfirleitt í einn þessara tveggja flokka:

hús í stormi

Náttúrufyrirbæri

Hungursneið, ofþurrkur, náttúruhamfarir. Faraldrar. Ákveðnar líkamlegar takmarkanir og heilsufar. Mannleg hegðun getur haft áhrif á allt þetta og yfirleitt er hægt að taka skref til að búa sig undir það eða minnka áhrif þess. Við getum samt ekki haft stjórn á því frá degi til dags.

stúlka og piltur fyrir framan stóran mæli

Val annarra

Hvernig fólk hagar sér á netinu. Hvort vinir ykkar eru áfram í kirkjunni eða ekki. Hvað fólk segir um ykkur þegar þið eruð ekki til staðar. Ákvarðanir sem dómstólar og ríkisstjórnir taka. Hvað er sýnt í sjónvarpi. Hversu dýrir hlutir eru. Þið getið látið ykkar skoðun í ljós, en að endingu eru allar ákvarðanir sem teknar eru af öðru fólki en ykkur sjálfum, utan ykkar stjórnsviðs.

stúlka yppir öxlum

Heimildir

  1. Aðlagað úr upphaflegri bæn eftir Reinhold Niebuhr. Sjá The Essential Reinhold Niebuhr: Selected Essays and Addresses (1987), 251.

  2. Maya Angelou, Wouldn’t Take Nothing for My Journey Now (1993), 87.