„Sýn styrks,“ Til styrktar ungmennum, mars 2024.
Sýn styrks
Myndir úr lífi Jesú Krists, frelsara okkar og styrkur.
Jesús Kristur kom til jarðar til að hjálpa ykkur að snúa aftur til himnesks föður. Aðeins hann gat gert þetta.
„Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð.“
„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“
„Þeir sem lifa við einhvers konar jarðneskar hamlanir ættu að hafa í huga að frelsarinn upplifði líka þess konar þjáningar og að fyrir friðþægingu sína, veitir hann styrk til að umbera þær.“
Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, „Hvað hefur frelsari okkar gert fyrir okkur?,“ aðalráðstefna, apr. 2021.
Kraftur Jesú Krists læknar ykkur, hjálpar ykkur að breytast og veitir ykkur styrk til að afbera raunir.
„Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld.
Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.
Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“
„Frelsaranum er kært að endurreisa það sem þið getið ekki endurreist, honum er kært að laga það sem er óbætanlega brotið, hann bætir upp allt ranglæti sem þið hafið orðið fyrir og honum er kært að laga jafnvel varanlega brostin hjörtu.“
Öldungur Dale G. Renlund í Tólfpostulasveitinni, aðalráðstefna, apr. 2020.
„Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér.“
Lærið af honum. Hafið trú á hann. Fylgið honum. Styrkur hans getur alltaf verið með ykkur.
„Ég get ekki gert þetta alein og ég þarf þess ekki og ég mun ekki gera það. Ég vel að vera bundin frelsara mínum Jesú Kristi með sáttmálum sem ég hef gert við Guð, ‚fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir‘ [Filippíbréfið 4:13].“
Systir Camille N. Johnson, aðalforseti Líknarfélagsins, aðalráðstefna, apr. 2023.
„Hann er ljós, von og líf heimsins. Vegur hans er leiðin til hamingju í þessu lífi og eilífs lífs í komandi heimi. Guði séu þakkir fyrir óviðjafnanlega gjöf sonar hans.“
„Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna,“ Gospel Library.
Skoðið Gospel Living appið í þessum mánuði til að sjá fleiri listaverk og myndbönd um líf frelsarans.