Til styrktar ungmennum
Þegar depurð dynur yfir
Mars 2024


„Þegar depurð dynur yfir,“ Til styrktar ungmennum, mars 2024.

Styrkur á tímum depurðar

Þegar depurð dynur yfir

Þegar lífið dregur ykkur niður, getur Jesús Kristur lyft ykkur upp með von.

Ljósmynd
drengur sem lítur út fyrir að vera dapur með drungaleg ský yfir sér

Myndskreyting: Dean MacAdam

Þið getið náð nokkuð langt í lífinu með iðni og staðfestu. Þið getið farið snemma í háttinn, vaknað snemma (sjá Kenning og sáttmálar 88:124) og fyllt hvern dag með réttlátum venjum og sjálfsaga.

Sumir dagar munu þó vera erfiðari en aðrir.

Og enn aðrir dagar … jah, þeir virðast svo erfiðir að þið gætuð haldið að góðu dagarnir séu fyrir bí til eilífðarnóns.

Hvað gerið þið á slíkum dögum? Hvað gerið þið þegar ykkar bestu tilraunir, þar með bestu tilraunir ykkar til að lifa réttlátu lífi (bæn, fasta, ritningarnám, kirkju- og musterissókn, o.s.frv.) virðast ekki vera nóg? Þegar þið vinnið og vinnið á móti örvæntingunni, en hún virðist vinna enn frekar gegn ykkur?

Þið snúið ykkur auðvitað til Jesú Krists. Von er andleg gjöf (sjá Moróní 8:26). Og allar andlegar gjafir koma frá Jesú Kristi (sjá Moróní 10:17).

Þegar erfiðleikar lífsins hellast yfir ykkur eins og fjall sem fellur af himni, getið þið hlotið andlega gjöf vonar er þið einblínið enn betur á Jesú Krist.

„Drottinn léttir byrði mína“

Lífið var þá þegar krefjandi fyrir marga Venesúelabúa áður en Kóvid-19 faraldurinn reið yfir árið 2020, en þá varð jafnvel erfitt að komast af. Hinn 11 ára Sebastian og fjölskylda hans þurftu á styrk frá Jesú Kristi að halda til að halda í bjartsýnina og gleðina á tímum depurðar. „Mér líður illa þegar ég get ekki keypt nauðsynlegar vörur eins og mat, föt og lyf,“ segir Sebastian. „En ég hef trú á að Drottinn muni halda áfram að blessa okkur. Mér finnst ég blessaður yfir að hafa geta hlotið patríarkablessun mína. Hún segir mér frá hlutum sem mér voru lofaðir áður en ég kom til jarðar.“

Að einblína á Jesú Krist, sem hluti af ungmennaþema síðasta árs („Allt megna ég fyrir hjálp [Krists]“ [Filippíbréfið 4:13]), reyndist vera afar gagnlegt. Sebastian sagði: „Vegna þeirra áskorana sem land mitt stendur frammi fyrir, minnti ungmennaþema síðasta árs mig á að Kristur mun hjálpa mér að sigrast á og gera alla hluti með honum.“

Þetta hefur verið langt ferðalag, en Sebastian og fjölskylda hans hafa séð blessanir og von á leiðinni. „Drottinn léttir byrði mína,“ segir hann. „Þegar ég verð dapur, þá bið ég, nem í ritningunum og les patríarkablessunina mína. Þökk sé honum, þá hefur ritfangaverslunin sem við opnuðum fyrir þremur árum gengið betur á þessu ári. Ég vil segja öðru ungu fólki að þau ættu alltaf að vera tilbúin til að reiða sig á Jesú Krist. Þegar ég geri það, get ég sigrast á áskorunum mínum.“

Styrkur með meiri einbeitingu

Spámaðurinn Nefí, sem þoldi gífurlegt mótlæti á lífstíð sinni, kenndi þennan fallega sannleika:

„[Sækið] fram, staðfastir í Kristi, í fullkomnu vonarljósi og ást til Guðs og allra manna. Ef þér þess vegna sækið fram, endurnærðir af orði Krists og standið stöðugir allt til enda, sjá, þannig fórust föðurnum orð: Þér munuð öðlast eilíft líf“ (2. Nefí 31:20).

Von, kraftmikil uppspretta styrks á móti depurð, berst okkur er við einblínum á Jesú Krist. Er kominn tími til að beina athyglinni betur að honum?

Prenta