Til styrktar ungmennum
Náið árangri með frelsaranum
Mars 2024


„Náið árangri með frelsaranum,“ Til styrktar ungmennum, mars 2024.

Styrkur til að undirbúa og verða

Náið árangri með frelsaranum

Frelsarinn hjálpar ykkur að uppfylla réttlátar þrár ykkar fyrir framtíðina.

Ljósmynd
Jesús Kristur faðmar stúlku

„Búið ykkur undir framtíðina.“ Svo virðist sem þetta séu skilaboðin sem ungmenni heyra í lífinu – í skólanum, í kirkju, í vinnunni, heima. Þið gætuð hugsað: „Já, já. Ég skil það.“ Auðvitað vitið þið að framtíðin nálgast óðfluga og að þið ættuð að búa ykkur undir hana. Innst inni viljið þið líka gera framtíð ykkar frábæra.

Þið eruð að kynnast því sem býr í hjarta ykkar. Þið eruð að komast að því hvað þið raunverulega viljið. Þið viljið afreka góða og þýðingarmikla hluti í lífinu – að hafa áhrif í heiminum og í lífum annarra, að þjóna Guði og samferðafólki. Þið eruð að komast að því að þetta er rétt og mun veita ykkur sanna hamingju.

Hér eru því nokkrir aðrir mikilvægir hlutir til að vita er þið vaxið og búið ykkur undir framtíðina:

  • Drottinn þekkir hjarta ykkar líka (sjá Kenningu og sáttmála 6:16). Vegna þess að innilegar og einlægar þrár ykkar í lífinu eru góðar og réttlátar er Jesús Kristur til staðar og styrkir ykkur í undirbúningnum.

  • Þið búið ykkur ekki aðeins undir að gera hluti; þið eruð að verða það sem himneskur faðir og frelsarinn vita að þið getið orðið.

  • Þið getið notið nútímans og búið ykkur á sama tíma undir framtíðina. Þessi tími í lífi ykkar er einstakur og þær góðu ákvarðanir sem þið takið búa ykkur undir góða framtíð.

Þegar þið íhugið hvað það sé sem þið búið ykkur undir, hugleiðið einnig hvernig frelsarinn styrkir ykkur alla leið. Hugsið ykkur líka hvað hann hjálpar ykkur að verða.

Hvað eruð þið að búa ykkur undir?

Hér eru nokkur dæmi:

  • Meiri menntun

  • Musterissáttmála

  • Trúboð

  • Hjónaband

  • Atvinnu og starfsferil

  • Fjölskyldu og foreldrahlutverk

  • Lærisveinshlutverkið fyrir lífstíð

Hvernig styrkja himneskur faðir og Jesús Kristur ykkur þegar þið undirbúið ykkur?

Hér eru nokkur dæmi:

  1. Þeir senda ykkur heilagan anda, sem getur:

    1. Huggað ykkur.

    2. Leiðbeint ykkur.

    3. Veitt ykkur innblástur.

    4. Minnt ykkur á hluti sem þið hafið lært.

    5. Veitt ykkur sjálfstraust.

    6. Fært ykkur frið.

    7. Dregið úr ótta ykkar.

  2. Þeir innblása spámenn til að kenna ykkur:

    1. Á aðalráðstefnu.

    2. Í kirkjutímaritum.

    3. Með sérstökum útsendingum.

    4. Á vefsíðum kirkjunnar og á samfélagsmiðlum.

    5. Með Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum.

  3. Þeir innblása aðra til að hjálpa ykkur og styðja, þar á meðal:

    1. Foreldra.

    2. Vini.

    3. Leiðtoga.

    4. Kennara.

Hver er Jesús Kristur að reyna að hjálpa ykkur að verða?

Jesús Kristur er að hjálpa ykkur að verða líkari þeirri veru sem hann er – líkari himneskum föður.

Þeir fagna hverju smáu skrefi sem þið takið – hverju ritningarversi sem þið lesið, hverju kirkjuverkefni sem þið uppfyllið, hverju skólaverkefni sem þið leggið ykkur fram við, hverju prófi sem þið lærið fyrir, hverja æfingu sem þið mætið á, hvert góðlátlegt orð sem þið tjáið, hverja þjónustu sem þið veitið og svo margt fleira.

Með styrk frelsarans verðið þið betur undibúin fyrir framtíðina heldur en þið nokkurn tímann gætuð án hans. Og þið verðið að einhverju æðra.

Prenta