2014
Ég er Dria frá Filippseyjum
Apríl 2014


Vinir víða um heim

Ég er Dria fráFilippseyjum

Mabuhay, Kaibigan!*

Úr viðtali Amie Jane Leavitt

Hefur ykkur einhvern tíma dreymt um að búa á eyju? Þetta er Alejandria, en vinir hennar kalla hana Dariu til að stytta nafnið. Hún býr á Cebu-eyju á Filippseyjum með mömmu sinni, pabba og tveimur systrum. Hún átti líka eldri bróður, en hann dó áður en Daria fæddist. „Ég veit að hann tilheyrir fjölskyldu minni og að ég mun einhvern tíma fá að sjá hann, því fjölskyldur eru eilífar,“ sagði hún.

Eitt af því sem mér finnst gaman að gera, er að dansa. Ég er balletdansmær. Ég keppi að því að ná efra dansstigi á næsta ári. Þá fæ ég sérstaka balletskó, sem gera mér kleift að dansa á tánum.

Filippseyjar eru yfir 7000 eyjar og þar má sjá marga fallega staði. Við eigum heima rétt hjá ströndinni og mér finnst gaman að leika mér í sjónum. Eitt af því sem mér finnst gaman að gera, er að synda. Ég lærði sjálf að synda!

Ég nýt þess að fara með fjölskyldu minni á hinar ýmsu strandir. Eitt sinn fórum við til Palawan — eyju sem hefur heimsins stærstu neðanjarðará. Ég kafaði í ánni með öndunarpípuna mína og sá fjölda litskrúðugra fiska.

Dag einn í skólanum sögðu einhverjir bekkjarfélagar að mormónar tryðu ekki á Guð. Ég sagði þeim að við tryðum á Guð. Daginn eftir hafði ég með mér nokkur dreifispjöld með mynd af Jesú að framan og Trúaratriðunum að aftan. Þegar bekkjarfélagar mínir litu á myndina og lásu sum trúaratriðanna, gladdi það þá að vita að við tryðum á Guð.

MÉR finnst dásamlegt að vitja musterisins

Við njótum þeirrar gæfu að búa skammt frá Cebu City musterinu á Filippseyjum. Ég fékk að skoða musterið með fjölskyldu minni áður en það var vígt. Þar er svo friðsælt og fallegt. Ég er þakklát fyrir að fjölskylda mín getur verið saman að eilífu, vegna musterisins.

  • „Halló vinir!“ á tagalógsku.

Prenta