Heimili okkar, fjölskyldur okkar
Sjö dagar til páska
Þið og fjölskylda ykkar getið lært um það sem Jesús gerði meðan hann dvaldi á jörðunni. Byrjið sunnudaginn fyrir páska. Lesið ritningarversin dag hvern, gerið athafnirnar eða syngið sönginn (eða annan söng um efnið). Klippið síðan út myndina af Jesú og límið hana í auða reitinn sem á við um ritningarsöguna. Þegar allir reitirnir hafa verið fylltir, er komið að páskum!
Dagur 1
Himneskur faðir sendi son sinn, Jesú Krist, til að fæðast á jörðu.
-
„Hann sendi soninn“ (Barnasöngbókin, 34).
Dagur 2
Jesús var eitt sinn barn. Við getum verið eins og hann með því að vera ljúf og góð.
-
Lúk 2:40, 52
-
„Jesús var líka lítið barn” (Barnasöngbókin, 55).
Dagur 3
Jesús hélt öll boðorð himnesks föður, líka boðorðið um að láta skírast.
-
„When Jesus Christ Was Baptized“ (Childrens Songbook, 102.)
Dagur 4
Jesús gerði mörg kraftaverk, líkt og að lækna veikt fólk, veita blindum sýn og stilla storma.
-
„Segðu mér sögur um Jesú“ (Barnasöngbókin, 36).
Dagur 5
Við síðustu kvöldmáltíðina bauð Jesús lærisveinum sínum að meðtaka sakramentið til að hafa hann ávallt í huga. Þegar við meðtökum sakramentið vikulega, getum við líka haft frelsarann í huga.
-
Ræðið við foreldra ykkar um eitthvað sem þið getið gert sem auðveldar ykkur að hugsa um Jesú meðan á sakramentinu stendur á sunnudögum.
Dagur 6
Vegna þess að hinmeskur faðir og Jesú elska okkur, þá kom Jesús til jarðarinnar til að þjást fyrir syndir okkar, svo við gætum hlotið fyrirgefningu og snúið aftur til himnesks föður.
-
Hvað getið þið gert í dag til að sýna Jesú að þið eruð þakklát fyrir friðþægingu hans?
Dagur 7
Jesús reis upp, eftir að hafa verið í gröfinni í þrjá daga. Við munum líka rísa upp, vegna þess að hann reis upp.
-
„Reis Jesús upp?“ (Barnasöngbókin, 45).