2014
„Það er svo auðvelt, afi!‘
Apríl 2014


„Það er svo auðvelt, afi!“

Úr aðalráðstefnuræðu í apríl 2013

Öldungur Enrique R. Falabella

„Rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig“ (Jóh 5:39).

Ég ann Mormónsbók og frelsara mínum, Jesú Kristi. Dag einn spurði ég barnabarn mitt, Raquel, að því hvað henni fyndist um að setja sér markmið um lestur Mormónsbókar. Raquel hafi nýlega lært að lesa.

„En afi,“ sagði hún, „það er svo erfitt. Þetta er þykk bók.“

Þá bað ég hana um að lesa fyrir mig eina síðu. Ég náði í skeiðklukku og tók tímann á henni. Hún var aðeins þrjár mínútur að lesa síðuna.

Við lásum Mormónsbók á spænsku og spænska útgáfa Mormónsbókar er 642 síður. Ég sagði að það tæki hana 1.926 mínútur að lesa alla bókina.

Þetta gæti hafa hrætt hana enn frekar, svo ég deildi í þá tölu með 60 mínútum. Ég sagði að það tæki hana 32 klukkustundir að lesa alla bókina. Það væri tæplega einn og hálfur dagur!

Þá sagði hún við mig: „Það er svo auðvelt, afi.“

Það tók Raquel, bróðir hennar, Esteban, og hin barnabörnin mín, aðeins lengri tíma að lesa Mormónsbók. Það var vegna þess að þegar við lesum hana, þurfum við tíma til að biðja saman og íhuga lestrarefnið.

Við getum öll lært að elska ritningarnar, eins og Raquel og Esteban gerðu. Þá getum við öll sagt: „Hversu sæt eru fyrirheit þín gómi mínum, hunangi betri munni mínum. (Sálm 119:103).