2014
Færa blessanir prestdæmisins inn á heimilið ykkar
Apríl 2014


Færa blessanir prestdæmisins inn á heimilið ykkar

Bonnie L. Oscarson

Þegar þið haldið sáttmála ykkar hagnýtið þið ykkur kraft prestdæmisins til að blessa heimili ykkar og fjölskyldu.

Buildings from various countries.

teikning: sudi mccollum

Hvernig getið þið, sem piltar eða stúlkur hagnýtt ykkur prestdæmissáttmálana sem þið gerðuð í skírninni, til að efla heimili ykkar og fjölskyldu, hverjar sem fjölskylduaðstæður ykkar eru? Skilningur okkar á hlutverki og mikilvægi fjölskyldu okkar í áætlun Drottins, getur hvatt okkur til að heiðra loforðin sem við höfum gefið, með því að ganga úr skugga um að besta og innilegasta þjónusta okkar eigi sér stað á heimilum okkar. Skoðum nokkuð af því sem við getum gert til að nýta okkur kraft sáttmála okkar til að styrkja þá sem skipta okkur mestu máli og þjóna þeim.

Hvernig bregðist þið við?

Það er mánudagskvöld og ykkur bíða fjölmörg heimaverkefni. Þið heyrið föður ykkar kalla fjölskylduna saman til fjölskyldukvölds. Hvað gerið þið?

Valkostur A: Þið svarið: „Pabbi, ég hef ekki tíma fyrir þetta í kvöld!“ Ég verð að læra heima!“

Valkostur B: Þið flýtið ykkur að fá systkini ykkar til að koma og takið fúslega þátt í bænunum, tónlistinni og boðskapnum.

Þegar leiðandi prestdæmishafi er á heimilinu

Þið getið, til að mynda, stutt foreldra ykkar með því að taka fúslega þátt í fjölskyldukvöldi, fjölskyldubænum og ritningarnámi fjölskyldunnar. Hægt er að gera ótal margt annað, til dæmis.

  • Biðjið fyrir foreldrum ykkar. (Þeir biðja örugglega dag hvern fyrir ykkur.)

  • Styðjið foreldra ykkar í köllunum þeirra og bjóðist til að hjálpa við húsverkin, einkum þegar þau eru önnum kafin við sérstök verkefni.

  • Hjálpið foreldrum ykkar að bjóða heimiliskennarana velkomna þegar þeir koma og hlustið síðan á boðskap þeirra af háttprýði.

  • Ef það er musteri á ykkar svæði, bjóðist þá til þess að gæta yngri systkina, svo foreldrar ykkar geti farið í musterið og tekið þátt í helgiathöfnum prestdæmisins.

Hafið í huga að það eru ekki bara foreldrar sem bera ábyrgð á að viðhalda andanum á heimilinu. Þið getið gert ótal margt til að laða að andann með viðhorfi og verkum ykkar. Gerið þið það sem þið getið til þess að áhrifa andans gæti á heimili ykkar?

Þegar leiðandi prestdæmishafi er ekki á heimilinu

Gerð og virkni fjölskyldna er mismunandi Þið getið tilheyrt fjölskyldu með einhleypu foreldri eða þið hafið ekki ráðandi prestdæmishafa á heimili ykkar. Þótt svo sé, getið þið gert heilmargt til að bjóða krafti prestdæmisins að styrkja ykkur og fjölskyldu ykkar. Þetta er það sem við ættum öll að gera, hverjar sem aðstæður okkar eru:

  • Biðjið einkabænir, lærið ritningarnar og fastið. Það mun stuðla að andlegum styrk ykkar og laða andann að ykkur og áhrifasvæði ykkar.

  • Gefið ykkur tíma til að efla kallanir ykkar eða kirkjuverkefni og búið ykkur undir kennslu á sunnudögum. Ef þið gerið það, mun sjálfstraust ykkar styrkjast og þið sýnið stuðning við prestdæmisstarfið.

  • Sýnið öllum í fjölskyldu ykkar virðingu og styðjið heilnæmar athafnir þeirra. Þessir valkostir stuðla að eflingu allra í fjölskyldu ykkar.

  • Miðlið fjölskyldu ykkar því sem þið hafið lært og gert í námsbekkjum eða sveitum kirkjunnar. Það er ein leið til að færa kenningar fagnaðarerindisins inn á heimili ykkar.

  • Ígrundið hvernig þið gerið þjónað þeim sem eru umhverfis ykkur með látlausum kærleiksverkum.

  • Hjálpið til við húsverkin eða hjálpið bróður eða systur.

  • Sýnið fjölskyldu ykkar kristilega elsku — það mun gera meira til að byggja upp sterkari fjölskyldubönd, en næstum allt annað sem þið getið gert

Heiðrið sáttmála ykkar

Þegar við þjónum, elskum og eflum fjölskyldu okkar, erum við trúföst sáttmálanum sem við gerðum við skírnina, um að vera vitni Jesú Krists, halda boðorð hans og styrkja þá sem umhverfis okkur eru. Við getum hagnýtt okkur styrkinn sem felst í sáttmálum prestdæmisins, til að hjálpa og blessa heimili okkar og fjölskyldu. Prestdæmi, þjónusta og heimili eru orð sem eilíflega ættu að búa í huga okkar. Meðlimir okkar eigin fjölskyldu ættu að vera í fyrirrúmi þegar við finnum leiðir til að taka þátt í sáluhjálparstarfinu. Þegar við styrkjum fjölskyldu okkar, styrkjum við líka kirkjuna, samfélagið og heiminn.