2014
Rétt eða rangt?
Apríl 2014


Rétt eða Rangt?

Stundum reynist erfitt að greina sannleika frá lygi, en himneskur faðir hefur gefið okkur máttugar gjafir, til að hjálpa okkur að greina á milli sannleika Guðs og lygi Satans.

Ef þið hafið einhvern tíma tekið próf með rétt og rangt spurningum, vitið þið að erfitt getur reynst að átta sig á ósannindum. Erfitt getur líka reynst að átta sig á hvað er rétt og hvað rangt þegar svara þarf afar mikilvægum spurningum um trú og ýmislegt sem tengist okkar daglega lífi.

Við þurfum samt ekki að fá hnút í magann, líkt og hinn óviðbúni tekst á við próf. Himneskur faðir hefur blessað okkur með ótal gjöfum, til að hjálpa okkur að greina á milli sannleika hans og lygi óvinarins.

Mismunandi rangindi

Til að byrja með þá er hér stutt rétt og rangt próf til að sýna fram á ákveðið mál:

  1. Tunglið er grænt. rétt   rangt

  2. Neil Armstrong, geimfari Apollo 12, var fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið og sagði þann atburð vera „risaskref fyrir mannkynið.“ rétt   rangt

  3. Geimferðastofnunin NASA gat ekki sent geimfar til Mars árið 1969, því var geimfar sent til tunglsins. rétt   rangt

  4. Sólstormar, geislun, geimryk og aðrar hindranir, hefðu gert lendingu mannsins á tunglinu ómögulega, auk þess virðist vera búið að eiga við ljósmyndirnar og vitnum ber ekki saman um ýmislegt, svo ríkisstjórn Bandaríkjanna hlýtur að hafa sviðsett allt saman. rétt   rangt

Svarið við öllum spurningunum er Rangt, og spurningar fela í sér nokkur grundvallar rangindi, sem þið hafið líklega áttað ykkur á.

Fullyrðing spurningar 1 er algjörlega ósönn, hrein vitleysa. Fullyrðing spurningar 2 er sannleikur að hluta en er villandi, því hún er bæði rétt og röng (það var Apollo 11, ekki Apollo 12 — plataði ykkur!). Fullyrðing spurningar 3 er tvíþætt rangindi, en í henni eru aðeins tveir valkostir settir fram, sem eru í raun ekki einu valkostirnir (NASA hefði til að mynda getað ákveðið að engar geimferðir yrðu farnar). Fullyrðing spurningar 4 er „röksemdir“ sem láta vel í eyrum, og byggja oft á ófullkomnum sönnunum sem leiða til ákveðinnar rangrar niðurstöðu.

Nútímalygar

Þegar við skoðum það sem hefur áhrif á hugsanir okkar, trúarskoðanir, val okkar og breytni — það sem mögulega hefur eilífar afleiðingar — er vert að við séum meðvituð um annars konar rangindi, þar sem Satan, „faðir lyginnar,“ (2 Nephi 9:9), beitir öllum hugsanlegum aðferðum til að blekkja okkur. Hér eru nokkur dæmi um nútímaaðferðir hans og líka dæmi um hvernig við getum brugðist við með sannleikanum.

Algjörlega rangt

Röng hugmynd:

Leiðandi niðurstaða (hrein lygi)

Sannleikurinn:

Klámefni er eðlilegt og skaðar engan.

Skoðaðu klámefni núna.

Klámefni brenglar viðhorf okkar til kynlífs, getur verið ánetjandi, skaðað okkur alvarlega andlega og getur eyðilagt sambönd okkar.

Sannleikur að hluta

Röng hugmynd:

Leiðandi niðurstaða (hrein lygi)

Sannleikurinn:

Sérhver maður er einstakur og getur hagað lífi sínu eins og hann kýs, svo eigin líðan og hvernig þið tjáið ykkur er mikilvægast í lífi ykkar.

Við ættum ekki að láta Guð eða kirkjuna segja okkur hvernig okkur ber að haga lífi okkar, svo gerið það sem ykkur þóknast, ef það veitir ykkur vellíðan.

Sérhvert okkar er einstætt barn himnesks föður, sem vill að við ræktum það besta í sjálfum okkur og líkjumst honum. Hlýðni við boðorðin hans stuðlar að varanlegri gleði okkar.

Tvíþætt rangindi (aðeins tveir valkostir)

Röng hugmynd:

Leiðandi niðurstaða (hrein lygi)

Sannleikurinn:

Kirkjan prédikar gegn ákveðnum lífshætti og er því óumburðarlynd og hefur illan bifur á fólki — hún er ekki jákvæð og kærleiksrík.

Þar sem kirkjan er óumburðarlynd og illviljuð, verðskuldar hún gagnrýni, háðung og fordæmingu, og því ættum við að láta af samskiptum við hana.

Það felst ekki illvilji og óumburðarlyndi í því að samþykkja ekki lífshætti annarra. Við getum sýnt öllum samúð, virðingu og kærleika — líka fólki sem hagar lífi sínu í andstöðu við lögmál Guðs — og verið Guði trúföst og boðorðum hans.

„Röksemdir“

Röng hugmynd:

Leiðandi niðurstaða (hrein lygi)

Sannleikurinn:

Sumt í Mormónsbók hefur verið afsannað með vísindalegum sönnunum og frásögnin um þýðingu hennar er mótsagnakennd, svo Joseph Smith hlýtur að hafa skáldað bókina eða afritað hana eftir öðru efni.

Mormónsbók er ekki sönn og Joseph Smith var ekki spámaður, svo látið af samskiptum við kirkjuna.

Vísindi hafa staðfest margt í Mormónsbók og „sannanir“ gegn henni eiga ekki við rök að styðjast. Mikilvægasta sönnunin um bókina er vitni andans, sem segir okkur að hún sé sönn og að Joseph Smith sé sannur spámaður.

Hvernig þekkja á sannleikann

Hvaðan kemur fyllri þekking á sannleikanum? Hvernig getum við séð í gegnum rangindin? Hér eru nokkrar af hinum máttugu gjöfum sem himneskur faðir hefur gefið okkur til að greina á milli sannleika og villu.

  • Ljós Krists. „Ljós Krists … hvetur alla skynsama menn um alla jörð til að greina sannleika frá villu, rétt frá röngu. Það virkjar samvisku okkar.“1

  • Heilagur andi. „Andi sannleikans, mun … leiða yður í allan sannleikann“ (Jóh 16:13).

  • Ritningar. „Guð notar ritningarnar til að afhjúpa ranga hugsun, falskar hefðir og syndina með sínum voðalegu afleiðingum.“2 Mormónsbók er einkar mikilvæg í þessu tilliti, því hún „flettir ofan af óvinum Krists. Hún gerir falskenningar að engu og jafnar deilur. (Sjá 2 Ne. 3:12.)“3

  • Nútíma spámenn. „Ábyrgð [spámanns] er að gera vilja og persónuleika Guðs heyrikunnan mannkyni. … Spámaður fordæmir synd og segir fyrir um afleiðingar hennar.“4

  • Menntun. „Heilagur … sækist eftir fræðslu með námi og einnig með trú. Menntun … gerir mönnum kleift að greina sannleika frá villu, einkum með ritningarnámi. (Sjá K&S 88:118.)“5

Þótt ekki reynist ávallt auðvelt að svara Rétt eða Rangt þegar við stöndum frammi fyrir hinum mörgu hugmyndum þarna úti, þá geta gjafirnar sem himneskur faðir hefur gefið okkur, hjálpað okkur í gegnum prófið.

Heimildir

  1. Richard G. Scott, „Peace of Conscience and Peace of Mind,” Líahóna, nóv. 2004, 15.

  2. D. Todd Christofferson, “The Blessing of Scripture,” Líahóna, maí 2010, 33–34.

  3. Ezra Taft Benson (1899–1994), „The Book of Mormon Is the Word of God,” Ensign, maí 1975, 64.

  4. Leiðarvísir að ritningunum, „Spámaður,“ scriptures.lds.org.

  5. Russell M. Nelson, „Thus Shall My Church Be Called,” Ensign, maí 1990, 16.