Koma með Barnafélagið inn á heimilið
Fjölskyldan er kjarninn í áætlun himnesks föður
Lærið meira um þema Barnafélagsins fyrir þennan mánuð!
Míu finnst gaman að byggja turna úr kubbum, en stundum pirraði það hana ef kubbarnir hrundu niður. Þá fann hún nýja aðferð. Þegar hún raðaði fleiri kubbum neðst í turninn, efldi það undirstöðuna. Með æfingu og elju, gat hún brátt byggt turna sem hrundu ekki svo auðveldlega.
Á sama hátt og Míu lærðist að byggja öflugri turna, þá getur okkur lærst að byggja upp sterkari fjölskyldu. Fjölskyldur eru mikilvægar í áætlun himnesks föður fyrir okkur. Áður en við fæddumst, lifðum við sem andasynir og dætur himnesks föður. Þegar að því kom að við færum til jarðar, sá hann til þess að við færum til fjölskyldu. Hann vill að fjölskyldan okkar verndi og kenni okkur og hjálpi okkur að snúa að nýju til hans.
Við getum gert ýmislegt til að efla undirstöðu fjölskyldu okkar. Við getum æft okkur í því að þjóna og hjálpa hvert öðru. Við getum hlustað á og talað fallega við hvert annað. Við getum beðist fyrir og lært ritningarnar saman. Við getum starfað og varið tíma saman við það sem okkur finnst gaman að gera. Með æfingu og elju, getum við byggt öflugri fjölskyldu.