Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
Í tímariti þessu eru greinar og athafnir sem hægt væri að nota á fjölskyldukvöldi. Hér á eftir eru nokkur dæmi.
„Sjö dagar til páska,“ bls. 10 og „Sérstök vitni bera vitni um hinn lifandi Krist,“ bls. 16: Þið getið notað efnið í þessum greinum til að hafa daglegar trúarstundir með fjölskyldu ykkar í vikunni fyrir páska. Byrjið á sunnudeginum fyrir páska á því að lesa vitnisburði Æðsta forsætisráðsins á bls. 17 og fylgið leiðbeiningunum í „Sjö dagar til páska.“ Lesið á hverjum degi eftir það vitnisburði tveggja postula og notið ritningarversin, söngvana og athafnirnar í „Sjö dagar til páska“ til að miðla fjölskyldu ykkar boðskap. Á páskunum getið þið horft á Biblíumyndbandið „He Is Risen“ sem er á lds.org/bible-videos (er til á nokkrum tungumálum).
„Það er svo auðvelt, afi!“ bls. 67: Eftir að hafa lesið þessa grein, getið þið dregið upp skeiðklukkuna líka! Íhugið að lesa saman blaðsíðu í Mormónsbók sem fjölskylda og mælið hversu lengi það tekur ykkur. Hafið þann tíma til hliðsjónar og reiknið út hve langan tíma það tæki fjölskyldu ykkar að lesa alla Mormónsbók. Þið getið sett ykkur markmið um að lesa saman Mormónsbók. Áætlunargerð, eins og að taka frá tíma á hverjum degi, getur hjálpað ykkur að ná markmiðinu.
Á þínu tungumáli
Líahóna og annað kirkjuefni er aðgengilegt á mörgum tungumálum á languages.lds.org.