2014
Hið guðlega hlutverk Jesú Krists: Frelsari og lausnari
Apríl 2014


Boðskapur heimsóknarkennara

Hið guðlega hlutverk Jesú Krists: Frelsari og lausnari

Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar eru á reliefsociety.lds.org.

Trú, fjölskylda, líkn

Meðal þýðingarmestu og best lýsandi titla Jesú Krists, er titillinn endurlausnari,“ sagði öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni. „Endurleysa merkir að leysa frá kvöð eða skuld. Endurleysa getur einnig táknað að bjarga eða láta lausan eins og að borga lausnargjald. … Allar þessar merkingar vísa til mismunandi þátta í hinni miklu endurlausn sem Jesús Kristur framkvæmdi með friðþægingu sinni, sem felur í sér, samkvæmt orðabókinni: ‚Að frelsa frá synd og refsingum hennar, svo sem með fórn sem færð er í þágu syndarans.‘“1

Linda K. Burton, aðalforseti Líknarfélagsins, sagði: „Himneskur faðir … sendi sinn eingetna og fullkomna son til að þjást fyrir syndir okkar, sorgir og hvaðeina sem virðist ósanngjarnt í okkar persónulega lífi.

… Kona ein sem hafði árum saman búið við raunir og sorg sagði með tár í augum: ‚Mér hefur orðið ljóst að ég er eins og gamall þúsund króna seðill — krumpuð, snjáð, óhrein, þvæld og tætt. En … ég er samt fullra þúsund króna virði.‘ Þessi kona vissi að hún … var nægilega mikils virði í augum [Guðs] til að hann sendi son sinn til að friðþægja fyrir hana, persónulega. Sérhver systir í kirkjunni ætti að vita það sem þessi kona veit.“2

Úr ritningunum

2 Ne 2:6; Helaman 5:11–12; HDP Móse 1:39

Úr sögu okkar

Í Nýja testamentinu eru frásagnir um konur sem iðkuðu trú á Jesú Krists, lærðu og tileinkuðu sér kenningar hans og báru vitni um þjónustu hans, kraftaverk og hátign.

Jesús sagði við konuna við brunninn:

„‚Hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.

Þá segir konan við hann: ‚Herra, gef mér þetta vatn, svo að mig þyrsti ekki . …

Ég veit að Messías - það er Kristur.… Þegar hann kemur, mun hann kunngjöra oss allt.’

Jesús segir við hana: ‚Ég er hann, ég sem við þig tala.”

Hún „skildi … eftir skjólu sína” fór inn í borgina og bar vitni um hann. (Sjá Jóh 4:6–30.)

Heimildir

  1. D. Todd Christofferson, „Redemption,” Líahóna, maí 2013, 109.

  2. Linda K. Burton, „Is Faith in the Atonement of Jesus Christ Written in Our Hearts?” Líahóna, nóv. 2012, 114.

Prenta