2014
Hvað get ég gert þegar rætt er um málefni í skóla sem kenningar fagnaðarerindisins kveða skýrt á um, eins og fóstureyðingar?
Apríl 2014


Spurningar og svör

„Hvað get ég gert þegar rætt er um málefni í skóla sem kenningar fagnaðarerindisins kveða skýrt á um, eins og fóstureyðingar?“

Bregðast má við á marga vegu — eða alls ekki — allt eftir aðstæðum. Íhugið fyrst hvað gæti gerst, ef þið segðuð ekkert eða segðuð eitthvað. Ef þögn ykkar gæti gefið til kynna að þið væruð sammála einhverju sem þið vissuð að væri rangt, gætuð þið gert ljóst að þið væruð á öndverðum meiði á einfaldan og látlausan hátt. Ef þið haldið að ábending ykkar myndi aðeins valda deilum, gætuð þið gert mál ykkar ljóst við annað tækifæri. Ef bekkjarfélagar ykkar sýna hinsvegar gagnkvæma virðingu og kennarinn biður um þátttöku, gætuð þið beðist fyrir um að hljóta innblástur og síðan útskýrt trúarskoðanir ykkar.

Þið gætuð líka verið búin að undirbúa ykkur, ef þið vitið með fyrirvara að ákveðið efni verði rætt í námsbekk ykkar. Auk þess að kanna ritningarnar og ráðstefnuræður, getið þið lesið Sannir í trúnni: Trúarhugtök eða Til styrktar æskunni. Þið gætuð líka æft ykkur að ræða um efnið á fjölskyldukvöldi. Ræðið við kennara ykkar eða bekkjarfélaga þegar þið eruð viðbúin.

Hvernig þið bregðist við er jafn mikilvægt og það sem þið segið. Sýnið virðingu og reynið að nota ekki sértækt kirkjumál. Bekkjarfélagar ykkar glata þræðinum um leið og þið segið: „Leiðbeinandi Stúlknafélagsins í deildinni minni kenndi mér að …“

Það sem ykkur er mikilvægast er að vita hvað kirkjan kennir og hvað heilagur andi segir, svo þið farið ekki með rangt mál, sem þið gætuð hafa heyrt eða lesið um í námsbekknum.

Munið hvers fulltrúi þið eruð

Þegar þið eruð í slíkum aðstæðum, reynið þá að vera meðvituð um að ekki er víst að aðrir hafi sömu skoðanir og þið á einhverju tilteknu máli. Verið ekki yfirlætisleg eða ýtin en þó óhrædd að verja trúarskoðanir ykkar. Munið að þið eru fulltrúar Krists.

Madeline K., 16 ára, Wyoming, Bandaríkjunum

Verið háttprúð

Mér finnst ég þurfa að miðla skoðunum mínum af háttprýði og líka útskýra hvers vegna ég trúi þeim. Ég held ég þurfi ekki á því að halda að aðrir hafi sömu skoðanir og ég en mér finnst þeir ættu að vita hver afstaða mína er í ákveðnum málefnum og skilja mitt sjónarmið.

Sabrina S., 16 ára, Oregon, Bandaríkjunum

Verið kunnug afstöðu kirkjunnar

Ég var í áfanga þar sem umdeild málefni voru oft rædd. Mikilvægast er að virða skoðanir annarra, líkt og við væntum að aðrir geri gagnvart okkur sjálfum. Sé efnið í algjörri andstöðu við kirkjuna, segið þá fúslega frá skoðun ykkar. Þið þurfið ekki að minnast á kirkjuna í ábendingum ykkar. En verið samt viss um að þekkja afstöðu kirkjunnar um málið.

Joseph Z., 18 ára, Maryland, Bandaríkjunum

Leiðréttið falska kenningu

Við tilheyrum trúboðskirkju, þar sem við erum öll kölluð til að prédika og því megum við ekki líða að fölsk kenning breiðist út. Við slíkar aðstæður verðum við að láta í okkur heyra til að leiðrétta hverja falska kenningu og hjálpa fólki að skilja hvað hið endurreista fagnaðarerindi staðhæfir um málið.

David M., 16 ára, Kasaï-Occidental Province, lýðveldinu Kongó

Hjálpið öðrum að íhuga hvað sé hið rétta

Miðlið tilfinningum ykkar af einlægni. Margir málaflokkar, líkt og fóstureyðingar, eru oft ræddir í skólum, svo fyrirverðið ykkur ekki fyrir að mæla fram. Þar er tilvalið að miðla fagnaðarerindinu og trúarreglum okkar. Ef þið miðlið skoðunum ykkar, getið þið hjálpað fólki að íhuga hið rétta.

Madison R., 14 ára, Norður-Karolínu

Verið virðingarfull

Mikilvægt er að við látum heyra frá okkur, en ekki er síður mikilvægara að við virðum skoðanir annarra. Forðist þrætur Þrætur skapa óvini og uppnám. Ef hugmynd er sett fram sem er andstæð trú okkar, haldið þá hugarró ykkar, verið einbeitt og virðingarfull og gleymið ekki að hlusta á andann. Við skiljum ekki allt til hlítar, en það gerir Guð. Við ættum að hlusta á andann og læra af honum.

Hannah M., 18 ára, Utah, Bandaríkjunum

Miðlið því sem kirkjan kennir

Ég reyni að svara slíkum spurningum eftir bestu getu, því vinir mínir og kennarar þekkja ekki afstöðu kirkjunnar til slíkra málefni, nema ég segi þeim frá því. Ef ég geri það, vita þau svarið og geta vísað til þess í framtíðinni og ég hef andlegan hag af því. Hafið í huga: „Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum“ (Matt 5:16).

Joshua M., 16 ára, Manchester, Englandi

Forðist deilur

Ég útskýri eigin skoðun, reglurnar sem ég lifi eftir og kenningar kirkjunnar og virði hugmyndir annarra. Ég forðast deilur, sem hrekja andann burtu og koma í veg fyrir að aðrir verði fyrir jákvæðum áhrifum.

Daiana V., 15 ára, Buenos Aires, Argentínu