Krafturinn til að blessa alla menn
Leiðtogar kirkjunnar hafa kennt okkur að helgiathafnir og sáttmálar prestdæmisins standi öllum börnum Guðs til boða — körlum og konum.
„Prestdæmið er kraftur og valdsumboð Guðs, veitt til sáluhjálpar og blessunar öllum — körlum, konum og börnum. …
„Það eru sérstakar blessanir frá Guði til hverrar verðugrar persónu sem lætur skírast, meðtekur heilagan anda og sakramentið reglulega. Musterið færir aukið ljós og styrk, auk loforðsins um eilíft líf [sjá K&S 138:37, 51].
Öldungur Neil L. Andersen, í Tólfpostulasveitinni, „Power in the Priesthood,” Líahóna, nóv. 2013, 92.
„Helgiathafnir og sáttmálar prestdæmisins veita aðgang að öllum þeim blessunum sem Guð lofar okkur, og mögulegar verða fyrir friðþægingu frelsarans. Þær brynja syni og dætur Guðs krafti Guðs, og sjá okkur fyrir tækifæri til að hljóta eilíft líf — að snúa að nýju í návist Guðs og lifa með honum í eilífri fjölskyldu hans.“
Carole M. Stephens, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, „Do We Know What We Have?” Líahóna, nóv. 2013, 12.
„Það er mjög áríðandi fyrir okkur að skilja að himneskur faðir hefur séð öllum sonum sínum og dætrum fyrir leið til að hafa aðgang að blessunum og krafti prestdæmisvaldsins. Yfirlýsing hans sjálfs er miðpunktur áætlunar Guðs fyrir andabörn hans: ‚Þetta er verk mitt og dýrð mín — að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika‘ (HDP Móse 1:39).“
Öldungur M. Russell Ballard, í Tólfpostulasveitinni, „‚This Is My Work and Glory,‘” Líahóna, maí 2013, 19.