Kirkjusöguspjöld
Lærið um sögu endurreisnarinnar Klippið út spjöldin, brjótið saman á brotalínunni og límið þau svo saman.
Emma Hale Smith
„Við ætlum að gera nokkuð sérstakt.“
Fundargerð Líknarfélags Nauvoo, 17. mars, 1842
-
Emma giftist Joseph Smith og fór með Joseph að ná í töflurnar í Cumorah hæðinni.
-
Þegar Joseph þýddi töflurnar, var hún sú fyrsta sem hjálpaði honum að skrifa orðin niður.
-
Guð kallaði hana til að gera sálmabók fyrir kirkjuna.
-
Hún var fyrsti forseti Líknarfélagsins.
Joseph Smith
„Ég vissi það, og ég vissi að Guð vissi það, og ég gat ekki neitað því.“
Joseph Smith‒Saga 1:25
-
Þegar Joseph var 14 ára baðst hann fyrir til að vita hvaða kirkja væri sönn. Himneskur faðir og Jesús birtust honum.
-
Hann hjálpaði til við að endurreisa kirkju Jesú Krists.
-
Hann þýddi gulltöflurnar svo að við getum lesið Mormónsbók í dag.
-
Guð gaf honum opinberanir (skilaboð). Þau eru rituð í Kenningu og sáttmálum.