Boðskapur frá Æðsta forsætisráðinu
Kæru ungu vinir okkar,
í þessum mánuði heldur Barnavinurinn upp á 50 ára afmæli sitt – og nýtt upphaf. Einu sinni náði Barnavinur einungis til þeirra barna sem töluðu ensku. Nú verður hann fáanlegur fyrir börn á 48 tungumálum um allan heim. Von okkar er að hvert Barnafélagsbarn geti notið Barnavinar á heimili sínu og miðlað honum öðrum.
Um allan heim eru Barnafélagsbörn eins og þið að reyna að fylgja Jesú. Hvert þeirra er dýrmætt barn Guðs. Þegar þið lesið Barnavin, munið þið kynnast þessum vinum. Þið munið læra um hið endurreista fagnaðarerindi. Þið munið líka finna hvernig þið nálgist ykkar besta vin, frelsara okkar Jesú Kristi.
Virðingarfyllst,
Æðsta forsætisráðið
Finna fánann
Leitið að blaðsíðum frá þessum ólíku löndum Merkið síðan við fánana fyrir neðan!
-
Gana
-
Suður-Kórea
-
Kanada
-
Spánn
-
Þýskalandi
-
Benín
-
Argentína
-
Mexíkó
Þar sem við lesum Barnavin
Þessi börn frá Gana halda á lofti sínu eintaki af Barnavini Sendið okkur mynd af ykkur eða Barnafélagsbekknum ykkar er þið haldið Barnavini á lofti. Verið viss um að senda leyfi foreldra (sjá bakhlið).