2021
Ég elska ykkur!
Janúar 2021


Boðskapur frá spámanninum

Ég elska ykkur!

Tekið úr „Restoration Conversations with President Russell M. Nelson,“ myndbandasafn, Gospel Media library.

President Nelson talking with children

Nelson forseti hitti nokkur Barnafélagsbörn í bjálkahúsi í Palmyra, New York í Bandaríkjunum. Það lítur út eins og húsið sem Joseph Smith bjó í þegar hann hlaut Fyrstu sýnina. Hér er sumt af því sem Nelson forseti miðlaði börnunum.

Öll börn Guðs

Það skiptir ekki máli hvar þið fæddust eða hvaða fána þið veifið eða hvaða tungumál þið talið. Við erum öll börn himnesks föður og við munum vaxa og verða eins og hann.

Erfiði og umbun

Það tekur mikla vinnu og lærdóm að vera spámaður. Allt sem felst í því að verða líkari frelsaranum þarf mikla vinnu. Þegar Guð vildi gefa Móse borðorðin tíu, hvert sagði hann þá Móse að fara? Upp á topp Sínaífjalls. Móse þurfti því að klífa alla leið upp á fjallstind til að ná í boðorðin tíu. Drottinn ann erfiði, því erfiði veitir umbun sem ekki fæst án þess.

Fjölskylda spámannsins

Við erum foreldrar tíu barna, níu fallegra dætra og eins sonar. Tvö þeirra eru nú á himnum. Þau stoppuðu stutt á jörðu og hvetja okkur áfram á himnum. Við erum sameinuð í musterishjónabandi, sem þýðir að við verðum saman að eilífu eftir að við höfum sinnt okkar verki á jörðu.

Uppskrift að hamingju

Ritningarnar eru eins og uppskriftabók. Ef þið eigið ekki uppskriftabók og byrjið bara að blanda saman hveti, mjólk og eggjum, fáið þið kannski ekki góða köku. Guð hefur gefið okkur uppskrift að hamingju og hún kallast borðorðin tíu.

Orðið boðorð hljómar eins og skipun, eins og það sé verið að segja okkur hvað við eigum að gera. Þau hjálpa okkur eiginlega að stytta okkur leið að lærdómi. Dæmi: Hann bauð okkur að drekka ekki áfengi eða reykja tóbak og nota önnur skaðleg efni. Hvers vegna? Til þess að þið gætuð lifað lengur og verið hamingjusamari. Haldið þið að ég hefði lifað til 95 ára aldurs ef ég hefði reykt og drukkið? Nei. Ég er líka hamingjusamur. Ég get líka skíðað með barnabörnunum mínum.

Nokkuð yndislegt

Iðrun þýðir að við reynum alla daga að gera örlítið betur og örlítið meira til að verða líkari Drottni, Jesú Kristi. Ég er enn að iðrast. Á hverjum degi reyni ég að læra meira og verða líkari því sem Drottinn myndi vilja að ég væri. Það er ekki hegning. Það er yndislegt tækifæri. Á hverjum degi stekk ég út úr rúminu og segi: „Eitthvað stórkostlegt mun gerast í dag“ Ég ætla að líkjast Jesú meir.“ ●

Friend Magazine, 2021/01-02 Jan/Feb

Myndskreyting eftir David Habben