Boð HJÁLPARHANDA
Þú getur hjálpað eins og Jesús!
Þegar Jesú var á jörðinni, hjálpaði hann öllum sem hann sá. Hann gaf þeim að borða sem voru svangir. Hann huggaði þá sem voru leiðir. Hann kenndi öllum fagnaðarerindi sitt. Jesús bað okkur að fylgja sér. Þegar við erum skírð, lofum við að reyna að gera það sem hann gerði.
Í dag eru margir í heiminum sem þarfnast hjálpar okkar. Sumir eru einmanna. Sumir eru svangir. Sumir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Sumir hafa ekki heyrt fagnaðarerindið ennþá. Við getum öll gert eitthvað til að hjálpa til.
Það sem hjálpandi hendur ykkar geta gert.
Börn geta breytt heiminum með kærleiksríkum hjörtum sínum og hjálpandi höndum. Fyrir um eitt hundrað árum hjálpuðu Barnafélagsbörn til við að byggja spítala í Salt Lake City í Utah, í Bandaríkjunum. Í hverri viku komu þau með smápeninga fyrir nýja spítalann. Þegar hann opnaði árið 1922 var hann kallaður Primary Children´s Hospital (Barnaspítalinn). Það er vegna þess að börnin hjálpuðu til við að byggja hann, smátt og smátt!
Þegar þið horfið í kringum ykkur getið þið séð marga sem þið getið hjálpað. Þið getið deilt fagnaðarerindinu með því hvernig þið lifið og þjónið öðrum. Þið getið hjálpað þeim að upplifa kærleika föðurins.
Boð um að hjálpa
Á þessu ári erum við að bjóða ykkur að nota kærleiksrík hjörtu ykkar og hjálpandi hendur til að liðsinna öðrum. Þessi góða tilfinning sem þið öðlist þegar þið hjálpið einhverjum, kemur frá heilögum anda. Hún leyfir ykkur að vita að himneskur faðir er mjög ánægður með framlag ykkar!