TÓNLIST
Minn hirðir
Með lotningu [fjórðungsnóta] = 48–55
1. Galíleu Jesús gekk,
guðlegt boð á ströndu fékk,
að kalla fiskimenn
til fylgdar sér.
Líkt og þessir lifðu’ í trú,
ég mun líka fylgja nú,
því Jesús, hann kallar mig.
2. Jesús sýndi sjálfur þá,
hvernig sárum hjálpa má
með elsku’ að annast menn
sem hér líða mest.
Ég mun styðja sorgmædda,
ég mun styrkja veikbyggða
og sýna’ öllum ást mína.
[Viðlag] Ég mun feta’ í fótspor frelsarans,
ég mun fagna kærleikskalli hans.
Ég mun lifa vitandi,
að sem hirðir minn, á sinn herðakamb
mig hann setur, sem lúið lamb.