Veisluvandamálið
Höfundur býr í Corrientes, Argentínu.
Luz langaði hálft í hvoru að fara í veisluna. Henni leið samt ekki vel með það.
„[Kannaðu] það vel í huga þínum, síðan … [spyrðu] mig hvort það sé rétt“ (Kenning og sáttmálar 9:8). Þessi saga gerðist í Corrientes, Argentínu.
Luz var glöð. Skólaárinu var að ljúka og það var svo margt spennandi að gerast. Bráðum var hún að útskrifast úr 6. bekk Á næsta ári yrði hún í gagnfræðaskóla!
Það kom henni svo á óvart hvað hún hafði þroskast mikið. Hún var hærri og hún var ekki lengur lítill krakki. Þessar breytingar voru spennandi en hún var líka svolítið óörugg.
Hún ákvað að tala við foreldra sína um þetta.
„Þetta er yndislegur tími lífs þíns, Luz,“ sagði pabbi. „Þetta er tíminn til að læra, gera þitt besta og að ná þeim markmiðum sem munu hjálpa þér að verða sú persóna sem Guð veit að þú getur verið.“
„Lífið gerist samt bara einn dag í einu,“ sagði mamma. „Þú munt vaxa og verða sú persóna með hverri lítilli, góðri ákvörðun sem þú tekur.“
Þetta hjálpaði Luz að líða betur. Hún var glöð að vita að hún þurfti ekki að vaxa upp í einu vettvangi.
Dag einn í skólanum, sögðu vinir Luz að þeir ætluðu að hafa útskriftarveislu. Þau voru einstaklega spennt. Það myndi verða kvöldverður, tónlist, ljós og jafnvel dans!
Á meðan Luz hlustaði á vini sína tala um veisluna, fór henni að líða óþægilega með þetta. Það hljómaði ekki eins og veisla sem hún myndi geta skynjað nærveru heilags anda.
„Kemurðu ekki örugglega, Luz?“ spurði einn vina hennar.
„Þú verður að koma!“ sagði annar vinur. „Ég skal biðja foreldra mína að tala við þína foreldra. Þá leyfa þau þér að koma.“
„Kannski.“ Maginn á Luz var í heljarstökkum. „Ég … læt ykkur vita.“
Alla helgina var Luz að hugsa um veisluna. Hún hugsaði um hana þegar hún æfði sig á píanóinu. Hún hugsaði um hana þegar hún lék við litla bróður sinn. Sama hvað hún gerði, þá hvíldi þetta á huga hennar.
Henn langaði hálft í hvoru að fara í veisluna. Henni leið samt ekki vel með það. Þessi óróleikatilfinning í maganum vildi ekki fara í burtu.
„Er allt í lagi elskan?“ Spurði mamma seinni partinn á sunnudaginn. Hún renndi fingrum sínum í gegnum sítt, dökkt hár Luz.
„Sko …,“ sagði Luz.
„Ertu ennþá að hugsa um veisluna?“
„Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Luz. „Mig langar að fara. En ég veit ekki hvort að mér muni líða vel þar.“
Mamma brosti. „Ég veit að þú tekur góða ákvörðun,“ sagði hún. „Hugsaðu um það, taktu ákvörðun og segðu himneskum föður frá ákvörðun þinni. Hann hjálpar þér að vita ef það er rétt ákvörðun. Þú munt finna það í hjarta þínu.
Luz kinkaði kolli. Hún dró andann djúpt og fór inn í herbergi sitt til að biðja.
„Himneski faðir,“ hvíslaði Luz. „Vinir mínir buðu mér í veislu, en mér líður ekki vel með það. Ég ætla að láta þau vita að ég komi ekki. Er þetta rétt ákvörðun?“
Hlý tilfinning kom yfir Luz. Hún var ekki lengur ráðvillt. Henni leið eins og hún væri fyllt ljósi. Hún vissi að hún væri að taka rétta ákvörðun.
Þegar Luz gekk út úr herbergi sínu, faðmaði hún mömmu að sér.
„Ég ákvað að fara ekki,“ sagði Luz henni.
„Ég er stolt af þér,“ sagði mamma.
Pabbi faðmaði Luz líka. „Ég er með hugmynd,“ sagði hann. „Höfum okkar eigin útskriftarveislu. Við getum fengið okkur ís og haldið þetta hátíðlegt sem fjölskylda!“
Luz brosti. Ís var hennar uppáhald. Hún var líka ánægð að vita að hún gæti tekið réttar ákvarðanir, jafnvel þegar það væri erfitt. Með hverri lítilli, góðri ákvörðun sem hún tæki, myndi hún vaxa upp og verða sú manneskja sem Guð vissi að hún gæti orðið. ●