Fyrsti dagur Jaechan
Var þetta rétta leiðin? Jaechan var ráðvilltur.
„Ég leitaði Drottins og hann svaraði mér“ (Sálmar 34:5). Þessi saga gerist í Gyeonggi-do, Suður Kóreu.
Glaðleg tónlist spilaði er Jaechan og mamma stóðu upp úr sætum sínum í íþróttasal skólans. Margar litfagrar blöðrur svifu með veggjunum er önnur börn og foreldrar þeirra töluðu spennt saman.
Á morgun var fyrsti skóladagurinn og í Suður-Kóreu fóru nýir nemendur alltaf á sérstaka hátíð til að halda upp á upphaf skólaársins. Jaechan var spenntur er hann hlustaði á tónlistina og ræðumenninna. Hann gat ekki beðið eftir að hefja námið!
Eftir dagskrána gengu mamma og Jaechan niður gangana í skólanum. Þegar þau komu að kennslustofunni hans hitti Jaechan kennara sinn. Hún virtist mjög viðkunnaleg.
Seinna gengu mamma og Jaechan út í hlýja vorsólina. Jafnvel sólin og himininn virtust spennt yfir því að skólinn væri að byrja.
Næsta morgun gekk mamma með Jaechan að skólahliðinu. Hún faðmaði hann þétt að sér. „Ég elska þig,“ sagði hún. „Gangi þér vel í dag.“
„Mér mun gera það,“ sagði Jaechan. „Ég elska þig líka!“ Hann veifaði bless og snéri við til að ganga að kennslustofunni eins og þau höfðu æft.
Þegar hann gekk eftir ganginum, fór hann að hafa áhyggjur. Er þetta rétta leiðin? Jaechan stoppaði við og leit í kringum sig. Hann snéri við og gekk niður annan gang. Fljótlega virtist allt vera öfugsnúið.
Jaechan dró djúpt andann. Hann vissi að hann hafði verið á þessum gangi deginum áður. Hann hélt áfram að ganga og fór í gegnum stórar dyr.
Jaechan sá samt ekki kennslustofuna sína, með borðum, vinum og vingjarnlega kennaranum hans. Hann sá íþróttasalinn. Nú voru þar engar manneskjur eða blöðrur. Bara stór, tómur íþróttasalur.
Augu Jaechan fylltust af tárum. Hann reyndi að missa ekki stjórn á sér af hræðslu, en hann var hræddur. Hann vissi ekki hvernig hann átti að finna kennslustofuna sína. Hann kraup í bæn. „Himneski faðir, ég er týndur. Viltu hjálpa mömmu að koma og finna mig og hjálpa mér að komast í bekkinn minn.“
Jaechan stóð upp. Hann dró djúpt andann. Síðan beið hann.
Nokkrum mínútum seinna, kom mamma fyrir hornið. „Jaechan!“ Hún hljóp til hans og faðmaði hann að sér. „Hvað gerðist?“
Jaechan brast í grát. Hann var svo feginn að sjá mömmu. „Ég fann ekki skólastofuna mína,“ sagði hann. „Svo ég bað þess að þú myndir koma og finna mig.“
Mamma þurrkaði tárin af vöngum hans. „Það gleður mig að þú skyldir fara með bæn,“ sagði hún. „Ég var á leiðinni heim. Þá fékk ég þá tilfinningu að ég ætti að snúa við og passa upp á að þú kæmist í skólastofuna. Þegar þú varst ekki þar, leitaði ég um allt. Svo fann ég þig!“
Jaechan hélt í hönd mömmu er þau gengu niður rétta ganginn. Jaechan var hættur að gráta. Hann vissi að himneskur faðir hafði svarað bæn hans og allt var í lagi. Þegar þau komu að kennslustofunni heyrði hann að hin börnin voru að hlægja og skemmta sér.
„Jaechan! Við erum svo glöð að sjá þig,“ sagði kennari Jaechan er hann gekk inn.
„Takk,“ sagði Jaechan og hneigði sig örlítið. Hann faðmaði mömmu einu sinni í viðbót. Þetta átti eftir að vera góður fyrsti skóladagur, þrátt fyrir allt.