Brautryðjendur í öllum löndum
Géoffroy Koussemou
Fyrsti trúboðinn frá Benín
Géoffroy vissi að Guð var fús að hjálpa honum ef hann legði sitt fram.
Géoffroy gekk út úr kennslustund með vini sínum Théodore. Báðir drengir voru 16 ára og bjuggu í Benín, sem er land í Afríku. Þeir stunduðu nám við nýjan skóla til að læra landbúnað. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir voru fjarri fjölskyldum sínum. Þeir þurftu að læra og vinna í marga tíma, dag hvern.
Géoffroy setti bakpoka sinn á öxl sína. „Ég er að hugsa um að hætta. Þetta nám er svo erfitt.“
„Nei!“ Sagði Théodore. „Ekki hætta. Þú verður að treysta á Guð. Ef þú gerir það mun þetta ganga upp.“
Orð Théodores dvöldu með Géoffory það sem eftir lifði dagsins. Géoffroy hafði verið alinn upp í kristni en hann hafði aldrei reynt að treysta á Guð. Hann kraup á gólfinu en hóf ekki bænina strax. Hann var óöruggur. Ef hann hlyti ekki aðstoð einhverstaðar frá myndi hann aldrei ná prófunum. Hægt og rólega hneigði Géoffroy höfuð sitt.
„Himneskur faðir,“ sagði hann „vildu sýna mér hvernig ég á að treysta á þig. Viltu hjálpa mér að komast í gegnum námið? Ég lofa að þjóna þér eftir bestu getu svo lengi sem ég lifi.“
Frá þeirri stundu fann Géoffroy fyrir meira hugrekki og og var ákveðnari. Námið var enn erfitt en hann vissi að Guð var fús að hjálpa honum, ef hann legði sitt fram. Géoffroy lagði ótta sinn til hliðar og vann hörðum höndum.
Hann stóð sig vel í náminu. Átján mánuðum seinna var hann loksins tilbúinn að útskrifast. Honum hafði tekist það!
Eftir að hann lauk náminu hélt Géoffroy áfram að vinna vel. Fljótlega átti hann sinn eigin bóndabæ.
Dag einn hitti hann vin sem var meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Vinur hans gaf honum Mormónsbók. Géoffroy las Mormónsbókina og baðst fyrir. Hann fann hlýju og frið innra með sér og var þess fullviss að kirkjan væri sönn.
Hann viss þegar hvað hann átti að gera. Hann vann, baðst fyrir og treysti á Guð. Fyrst skírðist hann. Því næst miðlaði hann vitnisburði sínum með þeim sem í kringum hann voru. Sumir vina hans skírðust einnig. Það sem byrjaði sem lítill hópur meðlima, óx fljótlega upp í grein. Hann var að hjálpa kirkjunni að vaxa í Benín.
Géoffroy langaði að fara í trúboð. Hann átti ekki nægan pening svo hann seldi bæinn sinn. Nokkrum mánuðum seinna fékk hann trúboðsköllun til Fílabeinsstrandarinnar. Hann var fyrsti trúboðinn frá Benín til að fá trúboðsköllun.
Trúmennska hans hjálpaði honum í mörg ár. Vegna trúar hans og annarra meðlima, skírðust margir aðrir. Greinin hans varð að deild. Þessi deild er nú hluti af fyrstu stikunni í Benín!
Géoffroy Koussemou heldur áfram að vinna hörðum höndum og treysta á Guð. Hann veit hve stórkostlegir hlutir geta gerst með aðstoð Guðs. ●