2021
Einungis einn leigubíll
Janúar 2021


Einungis einn leigubíll

Höfundurinn býr í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

„Hjálpaðu okkur að finna bara einn leigubíl svo að við getum komist í kirkju í dag,“ báðu stúlkurnar.

„Guðs hús þegar geng ég í“ (Barnasálmar, 10).

Þessi saga gerðist í Cantabria á Spáni.

two girls holding umbrella

„Hvernig ætlum við að komast í kirkju í dag?“ Spurði Peppa, litla systir Ellíear. „Það er svo mikil rigning!“

„Hafið ekki áhyggur af því,“ sagði Ellie. „Við erum hugrakkar!“

Ellie hjálpaði Peppu að hneppa kápunni hennar. Síðan fór hún í stígvélin sín.

Ellie og Peppa gengu út með mömmu og pabba. Það herti enn meira á rigningunni. Vindurinn snéri regnhlífunum þeirra útvortis. Ellie fannst hún ekki eins hugrökk.

„Hvað eigum við að gera?“ Spurði Ellie. Það var of mikill vindur til að ganga út í strætó.

„Við tökum þá leigubíl í staðinn,“ sagði pabbi.

„Góð hugmynd,“ sagði mamma. „Förum núna!“

Þau gengu niður yfirflædda götuna. Engir leigubílar né bílar keyrðu fram hjá þeim. Jafnvel panadería (bakaríið) var lokað.

Loks sáu þau staðinn þar sem leigubílar bíða eftir að ná í farþega. Fyrsta leigubílastæðið var tómt.

„Ó nei!“ Sagði Peppa.

Está bien. Það það er í lagi“. Sagði Ellie. „Það kanna að vera einn. Við sjáum hann bara ekki ennþá.“

Þau gengu nær. Næsta bílastæði var líka tómt.

„Hvað nú?“ spurði Peppa.

„Ég veit,“ sagði Ellie. „Segjum bæn.“

Stúlkurnar hvísluðu bæn. „Nuestro Padre Celestial, viltu hjálpa okkur að finna bara einn leigubíl svo að við komumst í kirkju í dag. Við erum að reyna að velja rétt og þessi rigning er að gera okkur erfitt fyrir. En el nombre de Jesucristo, amén.“ Ellie var enn að læra spænsku svo hún blandaði ensku og spænsku saman.

Þau gengu aðeins lengra. Næsta bílastæði var líka tómt.

„Kannski ættum við bara að snúa við og fara heim,“ hrópaði pabbi yfir vindinn.

„Við erum blaut í fæturnar!“ sagði mamma.

„Löbbum bara aðeins lengra,“ sagði Ellie. „Við þurfum bara einn leigubíl.“

Nú gátu þau séð síðasta bílastæðið.

Þar stóð leigubíll, með grænt ljós á þakinu!

Ellie og Peppa stukku upp í leigubílinn. Mamma hjálpaði þeim að létta úr hárinu þeirra. „Fyrirgefðu að við bleytum sætin þín,“ sagði pabbi við leigubílstjórann.

Þau komu að kirkjunni og heilsuðu vinum sínum með besos og abrazos (kossum og faðmlögum).

„Ég trúi því ekki að við skyldum finna leigubíl,“ sagði mamma. „¡Que suerte!“

„Það var ekki heppni,“ sagði Ellie. „Peppa og ég báðum himneskan föður í bæn um að hann myndi hjálpa okkur að komast í kirkju. Hann hlustaði!“ ●

Friend Magazine, 2021/01-02 Jan/Feb

Myndskreyting eftir Patricia Geis