HJÁLPARHENDUR um allan heim.
Hittið Stellu frá Gana
Hittið Barnafélagsbörn sem hjálpa öðrum, eins og Jesús gerði.
Upplýsingar um Stellu
Aldur: 11 ára
Frá: Gana
Tungumál: Enska og Twi.
Fjölskylda: Mamma, pabbi og bróðir, Yaw
Markmið og draumar: 1) Þjóna í trúboði eins og mamma hennar. 2) Giftast í musterinu. 3) Verða tískuhönnuður.
Hjálpandi hendur Stellu.
Þú getur fundið Stellu og fjölskyldu hennar nærri því á hverjum degi, að heimsækja leigusala þeirra í blokkinni þeirra. Þau eru ekki skyld henni,en Stella og bróðir hennar kalla hana „Ceciliu ömmu.“ Stella segir: „Hún er 83 ára gömul og á engin börn sjálf.“ Stella og fjölskylda hennar tóku eftir því að hún þarfnaðist hjálpar og ákváðu að „ættleiða“ hana.
Stella er alltaf að hjálpa til með að sópa og skúra gólf Ceciliu ömmu. Það er mikilvægt góðri heilsu að halda hreint heimili. Þannig gerir Stella eitthvað sem hjálpar Ceciliu ömmu verulega. „Jesú Kristur þjónaði öðrum,“ segir Stella, „svo það hvatti mig til að þjóna henni. Ég veit að Jesú Kristur og faðir hans eru glaðir þegar ég þjóna.“ ●
Það sem Stella heldur upp á
Staður: Accramusterið í Gana („Það er eins og himnaríki á jörðu.“)
Saga um Jesú: „Þegar hann mettaði mannfjöldann með tveimur fiskum og fimm brauðhleyfum.“
Barnafélagssöngur: „Kölluð til að þjóna“ og „Bæn barns“ („þeir veita mér styrk til að elska og þjóna.“)
Matur: Fufu (stappaður bananaávöxtur og kassavarót) með súpu og geitarkjöti.
Litur: Gulur
Fag í skóla: Myndmennt