Að hjálpa eins og Jesús
Jesús tók eftir öðrum
Jesús tók alltaf eftir þeim sem voru í þörf. Einu sinni var hann í stórum hóp af fólki.
Kona ein sem var í hópnum, hafði verið veik í 12 ár. Hún trúði því að Jesú gæti læknað hana. Þess vegna rétti hún út hendi sína og snerti kyrtil hans þegar hann gekk framhjá.
Jesús tók eftir konunni. Hann stoppaði til að hugga hana. Hún læknaðist af krafti hans.
Á meðan á KÓVID stóð, heyrði ég í vinum mínum til að vera viss um að það væri í lagi með þá og heilsaði þeim með hvetjandi brosi þegar við töluðum saman á netinu. Ég notaði hendur mínar til að hjálpa til við heimilisverkin og hjálpaði öðrum í neyð.
Blaine H., 11 ára, Ras Al Khaimah, Arabísku furstadæmin.