2021
Braden vísar veginn
Maí/Júní 2021


Braden vísar veginn

Höfundur býr í Kaliforníu, Bandaríkjunum.

Þessi saga gerðist í Louisiana, Bandaríkjunum.

Að búa á krókódílabýli var frábært. Þó vantaði eitthvað.

„Ver fyrirmynd trúaðra“ (1. Tímóteusarbréf 4:12).

Ljósmynd
boy reading scriptures on dock

Braden og pabbi báru þungar fötur af krókódílafóðri til fóðrunarstöðvarinnar. Efsti hluti höfuðs krókódílanna kom upp á yfirborðið og færðist nær þeim. Þegar Braden og pabbi náðu til staðarins þar sem þeir fóðruðu krókódílana, voru nokkrir þeirra með skoltinn opinn.

Braden var samt ekki hræddur. Að vinna með pabba á krókódílabýlinu, var það allra besta.

„Matartími!“ sagði Braden. Hann skóflaði upp fóðri og kastaði því út á vatnið.

Namm. Namm. Splass.

Nokkrir krókódílanna gripu fóðrið á lofti. Aðrir glefsuðu í það þegar það lenti á vatninu. Braden og pabbi héldu áfram að kasta fóðrinu þar til föturnar voru tómar.

„Takk fyrir að hjálpa mér,“ sagði pabbi. „Förum. Trúboðarnir koma bráðum.“

Braden og fjölskylda hans höfðu byrjað að ræða við trúboðana fyrir nokkrum mánuðum. Honum líkaði við trúboðana! Honum líkaði líka að læra um kirkjuna. Pabbi var meðlimur kirkjunnar en hafði ekki verið að fara mikið í kirkju. Mamma og Braden höfðu aldrei látið skírast.

„Í síðustu viku höfðuð þið það að markmiði að lesa Mósía 18,“ sagði systir Cox um kvöldið. „Hvernig gekk það?“

Mamma og pabbi litu á hvort annað og þögðu í smástund. „Við vorum afar upptekin í vikunni,“ sagði mamma.

„Ég las!“ sagði Braden.

„Vel gert!“ sagði systir Blood og gaf honum fimmu. „Hvernig leið þér eftir lesturinn?“

Braden brosti breitt. „Mjög vel. Ég baðst líka fyrir um að láta skírast. Ég vil það virkilega.“

„Það er frábært! Ég veit það gerir himneskan föður afar glaðan,“ sagði systir Cox. Hún sneri sér að móður Bradens. „Hvernig líður ykkur með það?“

„Ég er enn ekki viss. Ég þarf örlítið lengri tíma,“ sagði mamma.

Braden var dálítið dapur það sem eftir var af lexíunni. Hann óskaði sér að báðir foreldrar sínir væru meðlimir kirkjunnar. Hann vildi líka vera meðlimur kirkjunnar!

Þegar trúboðarnir fóru, sagði hann foreldrum sínum að hann meinti það sem hann sagði áðan. „Ég vil virkilega láta skírast. Og …“ Braden dró djúpt andann. „Ég vil að pabbi skíri mig.“

Eftir augnablik sagði pabbi: „Ég vil það líka.“

Mamma var þögul. „Við skulum biðjast fyrir um það.“

Braden kraup með fjölskyldu sinni og spurði himneskan föður hvort hann og mamma ættu að láta skírast. Hann fann fyrir hlýju og elsku.

Næstu vikur las Braden og baðst fyrir á hverjum degi. Í upphafi var það hann sem bað foreldra sína um að biðja og lesa með sér. Bráðlega fóru þau að biðja hann um það. Þegar hann og pabbi fóðruðu krókódílana, þá töluðu þeir um ritningarnar og það sem þeir höfðu lært í kirkjunni. Hann og mamma ræddu lexíur trúboðanna. Á hverjum degi virtust mamma og pabbi örlítið hamingjusamari.

Dag nokkurn, þegar trúboðarnir fluttu þeim boðskap sinn, sagði mamma það sem Braden hafði beðið eftir: „Ég vil láta skírast.“

Næstu vikurnar leið Braden eins og hann svifi á skýjum.

Að lokum rann upp skírnardagur mömmu og Bradens. Þegar Braden kom upp úr vatninu fann hann fyrir elsku himnesks föður gagnvart sér og fjölskyldu sinnar. Hann faðmaði pabba þétt að sér.

Pabbi hélt Braden nærri og hvíslaði: „Takk fyrir að vera okkur góð fyrirmynd og hjálpa okkur. Ég elska þig.“

Prenta