Skrifað af ykkur
Ég spilaði sálm!
Í fyrsta skipti sem ég heyrði stóra bróður minn, Allan, spila á píanóið á sakramentissamkomu, vildi ég gera slíkt hið sama. Að spila sálm á sakramentissamkomu, varð eitt af markmiðum mínum fyrir Barna- og ungmennastarfið.
Upp frá því hef ég lært á píanó hjá frænda mínum, Ken. Ég reyni að æfa mig að minnsta kosti í 30 mínútur á hverjum degi. Eftir 10 mánuði gat ég leikið sálminn „Fyrsta bæn Josephs Smith“ (Sálmar, nr. 10).
Svo kom Kóvid-19. Kirkjuleiðtogar aflýstu sunnudagssamkomum. Þeir sögðu að við ættum að halda heimakirkju. Mamma og pabbi gáfu hverju okkar verkefni. Þau báðu mig um að leika upphafssálminn og ég lék „Fyrsta bæn Josephs Smith.“ Mér tókst að áorka því markmiði mínu að leika sálm á sakramentissamkomu! Ég fann fyrir andanum á heimili okkar.