Skrifað af ykkur
Ég mun sjá bróður minn á ný
Fyrir nokkrum vikum var afmælisdagur litla bróður míns, Gabriels. Hann hefði orðið sjö ára, en hann var með heilalömun og lést fyrir tveimur árum. Í Barnafélaginu sungum við „Gethsemane.“ Texti lagsins var skýr og þýðingarmikill. Hann fyllti rýmið af andanum.
Eftir sönginn gaf systir Webster vitnisburð sinn um friðþægingarfórn Jesú Krists. Hann fyllti rýmið enn meira af andanum. Hún sagði síðan frá því að bróðir hennar hefði dáið fyrir nokkrum árum. Það beindi hugsunum mínum til Gabriels og ég fór næstum því að gráta. Ég hugsaði um það þegar ég faðmaði Gabe í síðasta sinn. Ég var sorgmædd, en fann líka friðartilfinningu.
Systir Webster talaði um að hún væri yfir sig glöð að vita að hún myndi sjá bróður sinn á ný. Hún sagðist vita að við öll myndum sjá ástvini okkar, sem væru dánir.
Eftir Barnafélagið faðmaði ég systur Webster að mér. Við grétum saman í nokkrar mínútur. Andinn var afar sterkur. Hún sagði mér að ég myndi sjá litla bróður minn á ný. Hún sagði að friðþæging Jesú Krists hafi ekki aðeins verið fyrir hina ranglátu, heldur líka fyrir þá sem þjáðust. Hún spurði mig hvers ég saknaði mest við Gabe, ég sagðist sakna hláturs hans afar mikið.
Ég sagði systur Webster að ég hefði verið döpur af því að afmælisdagur Gabriels hafi verið í vikunni og að ég hafi virkilega þurft á því að halda að vita að ég myndi sjá bróður minn á ný. Hún sagði mér að tár okkar væru gleðitár. Ég fann fyrir andanum og vissi að það sem hún sagði var satt. Ég er viss um að ég myndi sjá Gabriel á ný, það gerir mig afar glaða. Ég elska hann. Ég veit það vegna þess að Jesús Kristur elskar mig, hann gaf líf sitt svo ég geti séð Gabriel á ný.