2021
Trú mun færa fjöll úr stað
Maí/Júní 2021


Ráðstefnuboðskapur frá spámanninum

Trú mun færa fjöll úr stað

Tekið úr „Kristur er risinn; trú á hann mun færa fjöll úr stað,“ aðalráðstefna, apríl 2021.

Ljósmynd
May 2021 Friend

Allt gott í lífinu – sérhver möguleg blessun að eilífu mikilvægi – hefst með trú. Í Biblíunni lofaði Jesús að ef við „[höfum] trú eins og mustarðskorn“ getum við fært fjöll úr stað (Matteus 17:20). Fjöllin ykkar gætu verið einmanaleiki, efi, sjúkdómur eða önnur vandamál.

Mustarðskornið táknar litla en vaxandi trú. Í upphafi er mustarðskornið lítið, en vex síðan og verður að tré, svo stóru að fuglar gera sér hreiður í greinum þess. Ég bið ykkur að byrja í dag á því að auka trú ykkar. Hér eru nokkrar leiðir til að hjálpa ykkur að þróa trú og traust.

  1. Lærið um Jesú Krist með því að lesa ritningarnar. Lærið um kraftaverk hans.

  2. Veljið að trúa á hann. Hugsið dag hvern um hann.

  3. Starfið í trú. Látið skírast og meðtakið sakramentið.

  4. Biðjið himneskan föður að hjálpa ykkur.

Trú ykkar á Jesú Krist mun færa fjöll úr stað. Trú mun gera ykkur kleift að gera áskoranir að undraverðum tækifærum.

Jesús Kristur er risinn.

Ljósmynd
May 2021 Friend

Prenta