Ráðstefnuboðskapur frá spámanninum
Trú mun færa fjöll úr stað
Tekið úr „Kristur er risinn; trú á hann mun færa fjöll úr stað,“ aðalráðstefna, apríl 2021.
Allt gott í lífinu – sérhver möguleg blessun að eilífu mikilvægi – hefst með trú. Í Biblíunni lofaði Jesús að ef við „[höfum] trú eins og mustarðskorn“ getum við fært fjöll úr stað (Matteus 17:20). Fjöllin ykkar gætu verið einmanaleiki, efi, sjúkdómur eða önnur vandamál.
Mustarðskornið táknar litla en vaxandi trú. Í upphafi er mustarðskornið lítið, en vex síðan og verður að tré, svo stóru að fuglar gera sér hreiður í greinum þess. Ég bið ykkur að byrja í dag á því að auka trú ykkar. Hér eru nokkrar leiðir til að hjálpa ykkur að þróa trú og traust.
-
Lærið um Jesú Krist með því að lesa ritningarnar. Lærið um kraftaverk hans.
-
Veljið að trúa á hann. Hugsið dag hvern um hann.
-
Starfið í trú. Látið skírast og meðtakið sakramentið.
-
Biðjið himneskan föður að hjálpa ykkur.
Trú ykkar á Jesú Krist mun færa fjöll úr stað. Trú mun gera ykkur kleift að gera áskoranir að undraverðum tækifærum.