2021
Fótbolti og hvíldardagurinn
Maí/Júní 2021


Fótbolti og hvíldardagurinn

Þessi saga gerðist í Hondúras.

„Laugardagur er dýrðarstund …, því heilsa mun sunnudagur“ (Barnasöngbók, 105).

Laugardagur Samúels truflaði hann á sunnudegi.

Ljósmynd
father and son watching sports together

Samúel fannst gaman að horfa á sjónvarpið með pabba, sérstaklega á laugardögum. Pabbi vann mikið alla vikuna. Á laugardögum eldaði mamma pastelitos de piña (sætabrauð með ananasfyllingu) og þau horfðu saman á sjónvarpið.

Laugardagskvöld nokkuð ákváðu þau að horfa á partido de fútbol (fótboltaleik). Leikurinn hófst seint og varði í langan tíma. Þegar fyrri hálfleik var lokið var staðan 0-0. Samúel vildi halda áfram að horfa, en hann gat ekki hætt að geispa.

„Tími til að fara í rúmið, Samuel litli,“ sagði mamma blíðlega. „Þú þarft að fá góðan svefn svo þú getir verið vakandi í kirkju á morgun.“

„En mamma,“ sagði Samúel. „Þetta eru tvö af bestu liðum Hondúras!“

Pabbi leit á klukkuna. „Allt í lagi. Þú mátt horfa áfram. Á morgun verður þú hins vegar að fara tímanlega á fætur.

Leikurinn varð jafnvel enn meira spennandi í seinni hálfleik. Nú var Samúel glaðvakandi! Hann og pabbi hvöttu og fögnuðu. Fyrst var hornspyrna. Svo varði markvörðurinn glæsilega. Annað liðið skoraði, síðan hitt. Áður en Samúel vissi af var leikurinn búinn. Hann endaði með jafntefli, 1-1.

Næsta morgun var Samúel svo þreyttur að hann vildi ekki fara fram úr. Hann vissi þó mikilvægi þess að fara í kirkju.

Á sakramentissamkomu var Samúel farinn að dotta. Höfuð hans féll stöðugt fram á við. Mamma potaði í hann til að hjálpa honum að halda sér vakandi, en hann var svo þreyttur að hann veitti ræðumönnunum enga athygli. „Ég held að laugardagurinn þinn trufli sunnudaginn þinn,“ sagði pabbi.

Í Barnafélaginu talaði kennari Samúels um að halda hvíldardaginn heilagan. Hún spurði börnin hvað þau gætu gert til að sunnudagurinn yrði sérstakur. Samúel hugsaði sig um. Svo sagði hann: „Fara á réttum tíma í háttinn á laugardegi!“

Þegar þau komu heim eftir kirkju, ræddi Samúel við mömmu og pabba: „Mér fannst skemmtilegt að horfa á leikinn í gærkvöld,“ sagði hann, „en ég hefði átt að fara fyrr í rúmið. Ég held við ættum að nota hluta laugardagsins til að undirbúa sunnudaginn.“

„Ég er sammála,“ sagði pabbi.

Mamma kinkaði kolli. „Ég líka.“

Næsta laugardag var annar leikur í sjónvarpinu.

„Hvað eigum við að gera í kvöld?“ spurði pabbi. „Leikurinn verður aftur seint.“

„Við gætum horft á kvikmynd í staðinn,“ sagði mamma.

„Eða við gætum farið í göngutúr,“ sagði Samúel.

„Er göngutúr í lagi fyrir þig?“ spurði pabbi mömmu.

„Auðvitað,“ sagði mamma. „Það er bara notalegt að vera saman sem fjölskylda.“

„Þegar við komum heim,“ sagði Samúel, „getum við öll sofið vel í nótt. Þá verðum við tilbúin fyrir sunnudaginn!“

Ljósmynd
May 2021 Friend

Prenta