2021
Julia Mavimbela
Maí/Júní 2021


Brautryðjendur í öllum löndum

Julia Mavimbela

Samfélagsleiðtogi í Suður-Afríku

„Elska kemur aðeins með því að fyrirgefa öðrum.“

Ljósmynd
woman standing in garden

Julia þurrkaði sér á enninu. Hún tók svo upp skófluna og byrjaði að grafa. Í augnablikinu var jarðvegurinn umhverfis hana moldarblettur. Bráðlega yrði hann fallegur matjurtargarður.

Það voru erfiðir tímar fyrir svart fólk í Suður-Afríku. Lögin þar héldu hvítu og svörtu fólki aðskildu. Margt svart fólk hafði verið þvingað til að yfirgefa heimili sín og búa á sérstökum stöðum, í burtu frá hvíta fólkinu, og það mátti ekki kjósa. Í bænum þar sem Julia bjó hafði ofbeldi verið beitt og skólarnir voru þess vegna lokaðir. Stundum var hættulegt að vera úti.

Það stöðvaði samt ekki Juliu. Hún vildi gera eitthvað til að færa samfélagi hennar gæsku. Þess vegna var hún að búa til matjurtagarð.

Nokkur börn sáu Juliu vinna. „Megum við hjálpa?“ spurðu þau.

„Auðvitað,“ sagði Julia. Hún rétti hverju þeirra skóflu. Hún sýndi þeim hvernig ætti að losa jarðveginn og grafa upp illgresi.

„Við skulum grafa í jarðveg biturleika, planta fræi elsku og sjá hvaða ávexti hann getur fært okkur,“ sagði hún. „Elska kemur aðeins með því að fyrirgefa öðrum.“

Vikurnar liðu og fleiri plöntur uxu. Fleira fólk kom til að vinna í garðinum. Þau reyttu hávaxið illgresi. Þau plöntuðu fleiri fræjum. Þau vökvuðu plönturnar. Julia varð glöð að sjá svo marga hjálpast að.

Dag nokkurn hitti Julia tvo unga menn. Julia var hissa, því hvítt fólk kom sjaldan í hverfið hennar. Þeir sögðust vera trúboðar. Hún bauð þeim að miðla boðskap sínum á heimili hennar.

Þegar sonur Juliu frétti af því að þeir væru að koma, var hann hneykslaður. „Hvers vegna bauðstu þeim?“ spurði hann. „Þeir eru hvítir. Það er ekki öruggt.“

Julia treysti hins vegar trúboðunum. „Þessir menn eru öðruvísi,“ sagði Julia. „Þeir boða frið.“

Þegar trúboðarnir komu, bauð Julia þá velkomna á heimili sitt. Annar þeirra tók eftir mynd á arinhillunni. Hún var úr brúðkaupi Juliu.

„Hver er þetta?“ spurði trúboðinn og benti á myndina.

„Eiginmaður minn, John.“ Julia leit niður. „Hann lést í bílslysi.“

Trúboðinn kinkaði kolli. „Við trúum því að fjölskyldur geti verið saman að eilífu, jafnvel eftir dauðann.“

Friðartilfinning kom yfir Juliu. Hún var glöð að læra um áætlun Guðs og hélt áfram að hitta trúboðana. Í hjarta hennar óx elska á fagnaðarerindinu, alveg eins og plönturnar uxu í garðinum hennar. Stuttu síðar ákvað hún að láta skírast.

Julia hitti fullt af nýju fólki í kirkju. Sumt var svart. Annað var hvítt. Þrátt fyrir það þjónuðu allir og lærðu saman.

Julia sýndi börnunum í kirkjunni hvernig þau gætu hjálpað til í garðinum hennar. „Við verðum að vera mjúk í hjörtum okkar, eins og jarðvegurinn,“ sagði hún. „Við verðum að búa fagnaðarerindinu stað innra með okkur. Við verðum að búa elskunni stað.“

Þrettán árum eftir skírn Juliu var lögunum hnekkt sem skildu svarta og hvíta fólkið að í Suður-Afríku.

Á okkar tíma eru næstum 70.000 kirkjumeðlimir í Suður-Afríku.

Suður-Afríka hefur 11 opinber tungumál.

Julia hjálpaði til við að stofna Women for Peace [Konur fyrir friði], hóp sem stuðlaði að einingu og friði í Suður-Afríku.

Hún var ein af fyrstu þjónunum í Jóhannesarborgarmusterinu í Suður-Afríku.

Julia var kennari. Hún kenndi börnum að lesa, þegar þau unnu í garðinum hennar.

Ljósmynd
May 2021 Friend
Ljósmynd
May 2021 Friend

Prenta