Sögur úr ritningunum
Áður en við komum til jarðar
Þið getið lesið þessa frásögn í Abraham 3:22–27.
Áður en við fæddumst, lifðum við á himnum hjá himneskum föður okkar. Hann kenndi okkur um sæluáætlun sína.
Himneskur faðir sagði að við myndum fara til jarðar til að öðlast líkama. Við myndum læra og taka ákvarðanir. Stundum myndum við gera mistök. Við myndum þarfnast frelsara.
Frelsarinn myndi sýna okkur hvernig lifa ætti. Þegar við síðan tækjum ranga ákvörðun, gætum við iðrast.
Jesús sagði: „Hér er ég, send þú mig!“ Himneskur faðir valdi hann til að vera frelsara okkar. Jesús lofaði að koma til jarðar til að frelsa okkur.
Ég get fylgt Jesú. Einhvern daginn get ég farið til baka og lifað hjá himneskum föður.