2022
Söngvar og sápukúlur
Janúar/Febrúar 2022


Söngvar og sápukúlur

Alice flissaði þegar henni var hugsað um Kimball forseta syngja með kú.

Ljósmynd
girl washing dishes

Alice setti ausu af núðlum í skál bræðra sinna. Hún elskaði litlu bræður sína og systur – öll fimm! Það var góð tilfinning að hjálpa þeim. Það var þó stundum erfitt að vera elst. Allt frá því að nýja barnið kom á heimilið, þurfti hún að hjálpa mun meira. Það var svo mikið sem gekk á í húsinu!

„Hvað lærðuð þið í kirkju í dag?“ spurði pabbi.

„Um Jesú!“ sagði Sarah, litla systir Alice. Hún makaði eplasósu út um diskinn sinni.

Alice brosti. Sarah var svolítið krúttleg. Líka svolítið sóðaleg.

„Ég lærði um Kimball forseta …,” byrjaði Alice að segja. Þá kallaði mamma hennar úr hinu herberginu. Hún þurfti aðstoð pabba með barnið.

„Afsakið,“ sagði pabbi. „Ég kem strax aftur.“

Meðan pabbi hjálpaði mömmu, hjálpaði Alice öllum öðrum. Eric velti um mjólkurglasinu. Alice þreif upp mjólkina. Sarah tók að gráta. Alice faðmaði hana og huggaði. Clara vild fá meiri núðlur. Alice gaf henni núðlur.

Í eldhúsinu var enn hávaði og óreiða þegar pabbi kom til baka. Alice vildi óska þess að það væri auðveldara að finna frið.

Hádegismaturinn var loks yfirstaðinn. Alice hjálpaði systkinum sínum að fara með diskana í vaskinn. Alice var nægilega gömul til að brjóta ekki hluti. Hún hafði því umsjón með uppvaskinu. Hún fyllti vaskinn af sápuvatni.

Ég vildi að ég þyrfti aldrei að vinna heimilisstörf, hugsaði Alice. Þá mundi hún eftir því sem hún hafði lært í Barnafélaginu um Spencer W. Kimball forseta. Hann þurfi líka að vinna heimilisstörf þegar hann var ungur. Hann var vanur að syngja sálma meðan hann mjólkaði kúna!

Alice ímyndaði sér Kimball forseta syngja tvísöng með kú. Hún flissaði.

Hún fékk þá hugmynd. Hún gæti verið eins og spámaðurinn! Hún náði í sálmabókina og fletti upp á fyrsta sálminum.

Hún þurfti einhvern vegin að halda bókinni opinni. Alice setti bókina í gluggakistuna. Hún skorðaði bókina af með því að setja hana aftan við pottaplöntu öðrum megin. Hinumegin setti hún þungan bolla. Nú gat hún séð opnuna meðan hún vann verkið.

Ljósmynd
hymnbook propped up on windowsill

Alice söng sálminn meðan hún vaskaði upp skálar, bolla og skeiðar. Heitar sápukúlurnar á höndum hennar veittu henni vellíðan. Söngurinn gladdi líka hjarta hennar.

Daginn eftir söng Alice aftur. Líka þar næsta dag. Hún reyndi að læra texta hvers sálms utanbókar. Hún lærði þá hvern af öðrum. Alice lærði líka nýja sálma! Hún hafði lært á píanó í nokkur ár. Ef hún þekkti ekki einhvern sálm, spilaði hún hann og lærði á píanóinu.

Alice varð brátt sama þótt hún þyrfti að vaska svo oft upp. Stundum naut hún þess eiginlega! Það var gott að syngja og hugsa um Jesú. Að læra nýjan sálm, var eins og að eignast nýjan vin. Sálmarnir hjálpuðu henni að finna frið, þrátt fyrir allan hávaðann umhverfis hana.

Ljósmynd
Page from the January 2022 Friend Magazine.

Myndskreytingar eftir Erin Taylor

Prenta