Hetjuspjöld ritninganna
Klippið út spjöldin, brjótið saman á brotalínunni og límið þau svo saman.
Adam
„[Fyrsti maður] allra manna“
-
Hann var fyrsti maðurinn á jörðu. Guð skapaði líkama hans.
-
Hann dvaldi í aldingarðinum Eden. Hann nefndi dýrin og fuglana.
-
Hann var spámaður. Hann og Eva kenndu börnum sínum fagnaðarerindið.
Eva
„Móðir allra sem lifa“
-
Hún var fyrsta konan á jörðu. Guð skapaði líkama hennar.
-
Hún fylgdi áætlun Guðs og yfirgaf aldingarðinn Eden með Adam.
-
Hún baðst fyrir og lagði hart að sér við að annast fjölskyldu þeirra.